Ourense
Ourense (spænska Orense ) er borg á norðvestur-Spáni í sjálfsstjórnarsvæðinu Galisíu og auk þess höfuðborg samnefnds héraðs. Íbúar eru um 105.233 (2018).
Nokkur fljót liggja í gegnum borgina: Miño (stærst fljótanna, skrifað Minho á portúgölsku), Barbaña, Loña og Barbañica. Ponte Vella er þekkt rómversk brú yfir Miño. Ourense er einnig þekkt fyrir dómkirkjuna sína og jarðhita.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ourense.
Fyrirmynd greinarinnar var „Ourense“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. jan. 2019.