Broddskilma
(Endurbeint frá Ochrolechia frigida)
Broddskilma (fræðiheiti: Ochrolechia frigida) er tegund fléttna. Hún er mjög algeng á Íslandi og finnst í mólendi þar sem hún vex á lyngi, sinu og mosum. Broddskilma er hvít og myndar oft stórar skellur á gróðri í mólendi. Auðvelt er að þekkja hana frá öðrum hvítum fléttum á því að hún hefur áberandi brodda. Askhirslurnar eru gulbleikar eða drapplitar með hvítum barmi.[2]
Broddskilma | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Broddskilma innan um gróður í Síle.
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Ochrolechia frigida | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Lichen frigidus Sw. |
Efnafræði
breytaBroddskilma inniheldur fléttuefnin gyrófórinsýru og lecanórinsýru í þali sínu.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Rambold G. (ritst.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útg. desember 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 2019 Annual Checklist (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritst.). Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X.
- ↑ Flóra Íslands (án árs). Broddskilma - Ochrolechia frigida. Sótt þann 23. júlí 2019.
- ↑ Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.