Nova var stofnað í maí 2006. Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007. Þann 4. apríl 2013 hóf Nova 4G/LTE þjónustu, fyrst íslenskra símafyrirtækja og þann 10. október 2017 setti félagið fyrstu 4.5G sendana í loftið. Nova á og rekur eigið 4G/4.5G farsíma- og netkerfi á landsvísu. Í febrúar 2019 hóf Nova prófanir á fyrsta 5G sendinum á Íslandi og í maí 2020 fór Nova í loftið með 5G farsíma- og netþjónustu. Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða.[1]

Nova
Nova 2021 logo.svg
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 2007
Staðsetning Reykjavík, Akureyri, Selfossi
Lykilmenn Margrét Tryggvadóttir, Forstjóri
Starfsemi Fjarskiptafélag
Vefsíða www.nova.is

DreifikerfiBreyta

Nova rekur eigið 3G og 4G farsíma- og netkerfi sem nær til um 95% landsmanna. En einnig eru Vodafone og Nova með samning um samnýtingu farsímakerfa hvort annars. Samningurinn felur í sér að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.[2] Í lok árs 2011 voru notendur orðnir 100.000 þúsund.[3]

Tengt efniBreyta

TilvitnanirBreyta

  1. „Fyrirtækið“. Nova . Sótt 19. ágúst 2020.
  2. „Samnýta 3G og GSM dreifikerfi hvors annars“. visir.is. Sótt 19. nóvember 2013.
  3. „Nova sækir um GSM-leyfi“. mbl.is. Sótt 19. nóvember 2013.

TenglarBreyta