Notandi:Numberguy6/Stjörnustríð: Fyrsti hluti – Ógnvaldurinn

Stjörnustríð: Fyrsti hluti – Ógnvaldurinn
Star Wars Episode I – The Phantom Menace
Numberguy6/Stjörnustríð: Fyrsti hluti – Ógnvaldurinn plagat
LandBandaríkin
TungumálEnska
Lengd133 mínútur
LeikstjóriGeorge Lucas
HandritshöfundurGeorge Lucas
FramleiðandiRick McCallum
TónlistJohn Williams
KvikmyndagerðDavid Tattersall
KlippingPaul Martin Smith
Ben Burtt
AðalhlutverkLiam Neeson
Ewan McGregor
Natalie Portman
Jake Lloyd
Ian McDiarmid
Anthony Daniels
Kenny Baker
Pernilla August
Frank Oz
FyrirtækiLucasfilm Ltd
Dreifingaraðili20th Century Fox
Ráðstöfunarfé115 milljónir USD
Heildartekjur1 milljarða USD
Síða á IMDb

Stjörnustríð: Fyrsti hluti – Ógnvaldurinn er bandarísk geimmynd eftir George Lucas frá 1999. Myndin var framleidd af Lucasfilm og dreift af 20th Century Fox. Í aðalhlutverkum voru Liam Neeson, Ewan McGregor, Natalie Portman, Jake Lloyd, Ian McDiarmid, Anthony Daniels, Kenny Baker, Ahmed Best, Pernilla August, Brian Blessed, Ray Park og Frank Oz. Þetta var fyrsta myndin í fyrirrennaraþríleik Stjörnustríðs, þar sem fyrstu myndirnar þrjár frá 1977, 1980 og 1983, voru settar upp sem númer 4, 5 og 6.

Myndin gerist 32 árum fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina og segir frá Jedi-riddaranum Qui-Gon Jinn (Neeson) og lærisveini hans Obi-Wan Kenobi (McGregor) sem eiga að fylgja Amidölu drottningu plánetunnar Naboo (Portman) til höfuðstöðva geimlýðveldisins á Coruscant. Á leiðinni lenda þau á plánetunni Tatooine þar sem þau rekast á ungan dreng, Anakin Skywalker (Jake Lloyd), sem Qui-Gon finnur að hefur máttinn í sér í miklum mæli. Hann slæst því í för með þeim til Coruscant og skilur móður sína eftir.

Þetta var fyrsta myndin sem Lucas leikstýrði eftir 22 ára hlé og fyrsta Stjörnustríðsmyndin í 16 ár. Lucas nýtti sér framfarir í tölvuvinnslu og mikið af sögusviðinu og sumar persónur myndarinnar voru alfarið unnin í tölvu. Myndin var tekin í Leavesden Studios í Hertfordshire á Englandi og í Túnis. Caserta-höll á Ítalíu var notuð sem tökustaður fyrir höll Amidölu á Naboo.

SagaBreyta

Viðskiptastofnunin skapar óreiðu í Stjörnuþokulýðveldinu af því að skapa herkví um plánetuna Naboo í undirbúningi fyrir innrás. Finis Valorum kanslari Lýðveldisins sendir Qui-Gon Jinn og Obi-Wan Kenobi lærling Qui-Gons til að semja við Nute Gunray undirkóng Viðskiptastofnunarinnar. Darth Sidious Sithherra og styrktarmaður Viðskiptastofnunarinnar á laun skipar Undirkónginum að drepa Jedana og byrja á innrásinni við orustuvélmennaher. Jedarnir flýja og fara til Naboo. Að inrásinni bjargar Qui-Gon Jar-Jar Binks útlægu Gungani.

Jar-Jar, sem er skuldugur Qui-Gon, leiðir Jedarnir neðansjávar til Otoh Gunga borgarinnar Gungananna. Jedunum mistekst að telja Rugor Nass stjórnanda Gungananna á það að hjálpa manneskjurnar á plánetunni, en þeim tekst að fá leiðsögnina Jar-Jars og flutninga til Theed höfuðborgarinnar Naboo. Eftir að bjarga Padmé Amidölu drottning flýja þau frá Naboo innanborðs Drottningargeimskipið og ætla að fara til Coruscant höfuðplánetunnar Lýðveldisins.

Farandi í gegnum herkvíið Viðskiptastofnunarinnar er skipið skaðað. Þau lenda á eyðimarkaplánetunni Tatooine, sem er fyrir handan stjórnina Lýðveldisins. Qui-Gon, Jar-Jar, R2-D2 vélmenni, og Padmé (sem er í dulargervi) vitja þorpsins Mos Espa til að laga skipið. Þau finna Watto ruslkaupmann og Anakin Geimgengil níu ára þræl hans, sem er slyngur flugmaður og verkfræðingur sem hefur byggt C-3PO siðareglavélmenni.


TenglarBreyta