20th Century Studios

Bandarískt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki
(Endurbeint frá 20th Century Fox)

20th Century Studios (áður 20th Century Fox) er eitt af sex stórum kvikmyndafyrirtækjum Bandaríkjanna. Það er staðsett í Century City í Los Angeles, Kaliforníu, rétt vestan við Beverly Hills. 20th Century Studios er í eigu The Walt Disney Studios. 20th Century Fox varð til 31. maí 1935 við samruna tveggja kvikmyndaframleiðenda: Fox Film Corporation og Twentieth Century Pictures.

Merki 20th Century Fox

Meðal vinsælla kvikmynda sem 20th Century Studios hefur framleitt eru Avatar, Simpsonmyndin, Stjörnustríð, Ísöld, Anastasía, Grettir, Alvin og íkornarnir, X-Men, Die Hard, Alien, Speed, Revenge of the Nerds, Apaplánetan, Home Alone, Dagfinnur dýralæknir, Night at the Museum, Predator, og Töfralandið Narnía. Meðal vinsælla leikara sem voru á samningi hjá fyrirtækinu má nefna Shirley Temple, Betty Grable, Gene Tierney, Marilyn Monroe og Jayne Mansfield.

Tengd fyrirtæki

breyta
   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.