Notandi:Eskja/sandbox

Neyslusamfélag

breyta

Hvað er neyslusamfélag? Neyslusamfélag er samfélag manna þar sem neysla á vörum og þjónustu skipar stóran sess í hegðun og menningu þegnanna[1]. Samfélagið þrífst á kaupum og sölu á fjöldaframleiddum varningi sem er komið á framfæri með auglýsingum og í hvers konar fjölmiðlum. Til þess að samfélag geti borið titilinn neyslusamfélag þarf neysla varnings og þjónustu að ná út fyrir þau viðmið sem sett eru um nauðþurftir.[2]

Hugtakið

breyta

Hugtakið „neyslusamfélag“ kom fram eftir seinna stríð til að lýsa því samfélagsmynstri sem var að koma fram beggja vegna Atlantshafsins, fyrst í Bandaríkjunum en litlu síðar í vestur Evrópu. Það var fyrst notað til að lýsa þessum breytingum á seinni hluta sjötta áratugarins, en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem það komst í almenna notkun.[3]

Upphaf og þróun

breyta

Ekki eru allir fræðimenn á einu máli um upphaf neyslusamfélagsins en jafnan er talað um að gullaldarskeið þess hafi hafist eftir seinni heimstyrjöldina. Flestir fræðimenn eru þó á eitt sáttir um að iðnbyltingin, sem hófst um miðja 18. öld í Bretlandi, spili stóra rullu í þróun neyslusamfélaga. Með aukinni framleiðslugetu, stækkandi milli-og verkamannastétt og auknum kaupmætti hafi skapast aðstæður til aukinnar vöruneyslu.

 Eftir seinna stríð fer neyslusamfélaginu verulega að vaxa fiskur um hrygg sérstaklega í Bandaríkjunum. Margar ástæður eru fyrir því svo sem batnandi efnahagur, stækkandi millistétt, aukið vöruframboð, samkeppni,  og lækkandi verð á neysluvarningi. Breytt samfélagsmynstur hafði líka sín áhrif svo og tilkoma sjónvarpsins sem almennings eignar. Uppbygging úthverfa og félagsleg samsetning þeirra gerði það að verkum að nágrannar kepptust hver við annan um að geta sýnt mátt sinn og megin með kaupum á vörum og þjónustu[4].     

Neyslumenning

breyta

 Með mikilli fjölgun kvenna á vinnumarkaði eftir 1950 eykur kaupmáttur fjölskyldna og konur fá tækifæri til að sýna sjálfstæði sitt með kaupum á vörum sem sérstaklega höfðuðu til kvenna svo sem fatnaði og snyrtivörum. [5][4] 

Eðli neyslusamfélags

breyta

Í bók sinni An All-Consuming Century telur, sagnfræðingurinn Gary Cross, að neyslusamfélög séu afsprengi neysluhyggju eða consumerism og að af öllum -ismum 20. aldarinnar hafi neysluhyggjan orðið ofan á í fjöldamenningunni. Þar sem neysluhyggjan hafi orðið ofan á hafi hún ýtt til hliðar öðrum hugðarefnum fólks svo sem trú, stjórnmálaþekkingu og eldri þjóðmenningu [3]. Enn fremur að neysluhyggjan eigi beina tilvísun í þær stjórnmálaskoðanir sem efstar voru á baugi í Bandaríkjunum eftirstríðsáranna s.s einstaklingshyggju og lýðræðis.[6] Það að geta keypt vörur hafi á einhvern hátt ýtt undir hugmyndir manna um sérkenni einstaklingsins og frelsi til að móta ásýnd sína í fjöldasamfélaginu. Þannig væri neyslusamfélagið frelsandi og minnkaði muninn á milli stétta þar sem minna efnað fólk gæti í meira mæli keypt ódýrari fjöldaframleiddar eftirlíkingar munaðarvarnings sem áður hefði aðeins verið á færi yfirstéttarinnar að eignast. Í bókmennta-, mann- og menningarfræðum hafa fræðimenn verið uppteknir af því að leita að andófi í neyslu og þannig skilgreint hana sem "valdatæki hinna valdlausu".

Einn af fyrstu fræðimönnum til að vekja athygli á vaxandi neyslumenningur í Bandaríkjunum var Thorstein Bunde Veblen með skrifum sínum í bókinni „The Theory of the Leisure Class sem kom út árið 1899. Þar lýsir hann með ákveðinni kaldhæðni hvernig fólk noti kaup á þjónustu og varningi til að skilgreina félagslega stöðu sína og yfirburði í samfélaginu. Veglen gagnrýndi hnignandi gildismat og setur í fyrsta sinn fingur á neyslu (consumption) sem mikilvægan þátt í sjálfsmynd einstaklingsins svo og hvernig aðrir í samfélaginu mætu hann út frá þeim hlutum sem hann gat keypt.

Kapítalismi og neyslusamfélagið

breyta

Kapítalismi er efnahagsstefna sem byggir á eignarétti einstaklinga, markaðsfrelsi og samkeppni[7]. Kapítalismi byggt á þeirri hugmynd að einkaframtakið fremur en ríkisvaldið eiga framleiðslutækin, framleiði vörur og bjóði upp á þjónustu í þeim tilgangi að hagnast á fjárfestingum sínum. Verslun og viðskipti hvort sem er með varning eða vinnuframlag eigi sér stað á opnum markaði þar sem einstaklingurinn ráði miklu um eigin örlög. Þannig gengur hagkerfið ekki upp nema að fjármunirnir sem launamaðurinn fær fyrir vinnu sína fari í að greiða fyrir vörur og þjónustu sem fyrirtækin selja. Neysla á vörum og þjónustu er því grundvallar forsenda þess að kapítalískt hagkerfi gangi upp. Krafan um hagnað fyrirtækja og aukinn hagvöxt ár frá ári þrýsta á meiri einka- og samneysla sem skila sér að lokum í hærri hagvaxtartölum sbr.VLF.

Gagnrýni á neyslumenningu og neyslusamfélög

breyta

Gagnrýni í árdaga neyslusamfélaga

breyta

Gangrýni á neyslumenninguna er ekki nýtt fyrirbrigði sérstaklega gagnrýni á neyslu munaðarvarnings. Gagnrýnin fyrri tíma beindist oftar en ekki að almúganum og var sú að neysla munaðarvarnings ögraði eða hefði neikvæð á hrif á félagslegan stöðugleika og siðferði sérstaklega siðferði kvenna. Róttæk gangrýni kom fyrst fram á millistríðsárunum í skrifum Theodor Adorno og Max Horkheimer og félaga þeirra í Frankfúrt skólanum. Gagnrýni þeirra á neyslusamfélagið fjallaði í stórum dráttum um að fjöldaframleiðslan gerði fólk afhuga sannri fegurð og menningu en jafnframt að viljalausum verkfærum stórfyrirtækja og auglýsingaiðnaðarins[3]. Í sama streng tekur, Herbert Marcuse, félagi þeirra. Adorno og Horkheimer í Frankfútskólanum. Hann ritar í bók sinni One-Dimensional Man um tilhneygingu hins innantóma neyslusamfélags til þess að halda einstaklingnum föngnum í hugmyndum neyslusamfélagsins sjálfs. Hvernig fjöldaframleiðslan og auglýsingaiðnaðurinn rýri meðvitund einstaklingsins til að sjá hverjar raunverulega þarfir hans eru og þannig hafi hinn frjálsi vilji og gagnrýna hugsun gefið eftir undan þungu fargi neysluhyggjunnar. Hinar seldu þarfir og þrár eru gervi þarfir, því þær eru ekki runnar undan rifjum einstaklingsins heldur sé þeim plantað inn í samfélagi þar sem velsæld er mæld í peningum. Þannig verði einstaklingarnir einvíðir í hugsun og háttum enda sama stefið sem glymur í gegnum samfélagið[8].

Gagnrýni á neyslusamfélög dagsins í dag

breyta

Á 21. öldinni fjallar gagnrýni á neyslusamfélagið meira um ofnýtingu auðlinda, öfgafulla einstaklingshyggju, illa meðferð á dýrum og vinnuafli, ameríkanseringu heimsins, blekkingu auglýsingaiðnaðarins og ofurvald stórfyrirtækja  svo eitthvað sé nefnt.

Fræðimenn á borð við John de Graaff (AFFLUENZA:The All Consuming Epidemic) , Naomi Klein (No Logo (1999): Brands, Globalization & Resistance) og Douglas Rushkoff (The Persuaders) hafa gefið út fræðirit og fræðslumyndir um nútíma neyslu sem einhvers konar fíkn og að hinn almenni neytandi sé táldreginn með úthugsuðum, oft sálfræði- og tilfinningalegum, aðferðum til að fá hann til að neyta hluta eða þjónustu í sífellt meiri mæli.

Gagnrýnin á nútímaneysluhætti og neyslusamfélagið hefur ekki síst beinst að hvort lýðræði og mannfrelsi stafi hætta af óstjórnlegum neysluháttum hins vestræna heims. Margvíslegir hópar og áhugafólk um minni neyslu og umhverfisvitund hafa sprottið upp á samfélagsmiðlum svo sem "Áhugafólk um mínimalískan lífstíl", Fjölnota febrúar og kauplausi dagurinn (Buy Nothing Day).     

Íslenskt neyslusamfélag

breyta

Heimildir

breyta
  1. Oxford Dictionaries
  2. Consumption, consumer culture and consumer society
  3. 3,0 3,1 3,2 Hvað er neyslusamfélag - Magnús Sveinn Helgason[1]
  4. 4,0 4,1 Impacts of Consumerism (2013)
  5. A Century of change: the U.S labor force, 1950-2050
  6. Garry Cross [2]
  7. Hvað er kapítalismi? Áttavitinn 6. nóvember 2013
  8. Herbert Marcuse, 1991. One-Dimensionl Man, bls. xi-xxxix, Önnur útgáfa. Útgefandi Routledge & Kegan Paul