Notandi:Baulan/sandbox

Svartmálmur, (einnig þekkt sem blakkmetal(l) (enska: black metal)), er undirtegund þungamálms og á sér upphaf í Skandinavíu og Bretlandi á níunda áratug 20. aldar. Á níunda áratugnum mynduðu nokkrar thrash metal hljómsveitir frumgerð svartmálms. Hljómsveitir í fyrri kynslóð svartmálms voru til dæmis Venom, Hellhammer og Bathory.

Seinni kynslóð svartmálms átti sér upptök í Noregi á tíunda áratugnum þar sem hljómsveitir á borð við Mayhem, Darkthrone, Burzum, Immortal og Emperor voru vinsælastar meðal vaxandi hóps svartmálms hlustenda.[1]

Breska hljómsveitin Venom átti upphafið með svartmálmi þegar hún gaf út sína aðra plötu sem heitir Black Metal árið 1982. Fyrri kynsljóð svartmálms var útskot frá thrash metal sem átti sér stað á níunda áratugnum og átti seinna eftir að færa sig enn fjær thrash metal rótum sínum og vera viðurkennd sem sér tónlistarstefna.

Margir frægir svartmálms tónlistarmenn hafa verið tengdir við ýmis konar glæpi eins og morð og fjöldan allan af íkveikjum.[2]

Einkenni

breyta

Svartmálms hljómsveitir voru mikið á móti því sem taldist vera gæða framleiðsla. Þeir vildu láta allt hljóma hrátt og ódýrt. Þeir eyddu sem minnstum tíma í að stilla hljóðfærin og mjög litlum pening í tæki eins og magnara og upptökutæki. Þetta hugarfar var sérstaklega vinsælt hjá seinni kynslóðinni. Líkt og pönk eru svartmálms tónlistarmenn og hlustendur einnig á móti frægð og vinsældum.[3]

Hljóðfæri og söngur

breyta

Í svartmálms-hljómsveitum er aðallega notast við rafmagnsgítar, bassa, hljómborð og trommur.

Gítarleikarar notast oft við svokallað tremolo picking til að gefa lögunum hræðilega og drungalega tilfinningu.[4]

Trommarar nota mjög mikið af double bass og blast beats.

Bassar spila lítið hlutverk í svartmálmi og er ekki óalgengt að bassinn spili sömu nótur og gítarinn eða að hljóðið frá gítarnum yfirgnæfi bassann þannig að það heyrist alls ekkert í honum.

Söngurinn einkennist af hátónuðum söng þar sem notast er við svokallað „growl”. Svona hátónað growl er sjaldan notað utan svartmálms.

Textar og þemu

breyta

Í svartmálmi er mikil áhersla á myrkt og kalt þema og er það það sem textinn gengur oft út á. Svartmálmur hefur oft verið tengdur við satanisma vegna notkun þeirra á satanískum textum. Frægir svartmálms tónlistarmenn hafa þó fullyrt að þessir textar voru einungis notaðir til ögrunar. Svartmálms tónlistamenn hafa þó oft verið á móti kristni, sérstaklega í Noregi og hvernig hún hafði traðkað á heiðni menningu Noregs.[5]


Heimildir

breyta
  1. [Black Metal: A Brief Guide]
  2. [A Burzum Story: Part II - Euronymous]
  3. [Until the Light Takes Us(bíómynd). Variance Films. 2009.]
  4. [Until the Light Takes Us(bíómynd). Variance Films. 2009.]
  5. [Until the Light Takes Us(bíómynd). Variance Films. 2009.]