Gjögur er fornfræg veiðistöð í Árneshreppi á Ströndum á Vestfjörðum og þar var vísir að þorpi á 20. öld. Nú býr þar enginn lengur allt árið, en nokkuð er um að fólk hafi þar sumardvöl. Gjögur er utan við Sætrafjall á Reykjanesi, milli Trékyllisvíkur og Reykjarfjarðar. Þar var fræg hákarlaveiðistöð á síðustu öld og margir voru þar í verbúðum yfir veiðitímabilið. Gengu þá oft þaðan 15-18 opin skip til hákarlaveiða samtímis og voru 7-11 menn á hverju skipi. Upphaflega voru tvær hákarlaveiðistöðvar í Strandasýslu Gjögur og Skreflur og um aldamótin 1800 gengu 3 eða 4 skip út frá hverri. Skipin voru sexæringar. Hætt var seinna að róa í Skreflum.

Gjögur

Við Gjögur er bryggja og flugvöllur og þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1994.

"Gjögur" merkir, skarð milli sjáfarhamra, hellisskúti, hamradrangar sem skaga í sjó fram. Upprunaleg merking -vik inn í sjáfarkletta. Af orðinu er takmarkaðar samsvaranir í nálægustu skyldmálum.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.