NORDEK (úr sænsku: Nordiskt ekonomiskt gemenskap) eða NORDØK (úr dönsku/norsku: Nordisk økonomisk samarbeid) var uppástunga að tollabandalagi milli Norðurlandanna sem reynt var að semja um 1968-1970. Danski forsætisráðherrann Hilmar Baunsgaard stakk upp á bandalaginu sem valkosti við Evrópska efnahagssvæðið. Andstaða Sovétríkjanna og tregða innan Íslands, Færeyja og Noregs varð til þess að illa gekk að koma saman samningi. Samkomulagið varð að engu þegar Danir og Norðmenn sóttu um aðild að Evrópusambandinu 1970 (fellt með þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi 1972 en samþykkt í Danmörku) sem varð til þess að Finnar sögðu sig frá viðræðunum. Samkomulagið var nefnt sem dæmi um „veisluskandinavisma“ þ.e. gerð samkomulaga á norrænum ráðstefnum og fundum sem löndin síðan hunsa eftir að heim er komið.

Tenglar

breyta