Norðurland (Svíþjóð)

Norðurland (sænska: Norrland) er nyrst þriggja landshluta Svíþjóðar (hinir tveir eru Gautland og Svíaríki). Norðurland skiptist í héruðin Gestrekaland, Helsingjaland, Herjadal, Jamtaland, Medelpad, Angurmannaland, Vesturbotn, Norðurbotn og Lappland. Það þekur 242 735 km² flatarmál.

Norðurland er nyrsti hluti Svíþjóðar.

Helstu borgir eru: Umeå, Skellefteå, Luleå, Östersund, Sundsvall og Gävle. Þéttbýli er oftast nálægt sjó en annars er landshlutinn strjálbýll. Borgin Kiruna er inni í landi. Þrátt fyrir að hafa tæp 60% af svæði Svíþjóðar búa einungis um 12% íbúa landsins þar. Þjóðflokkurinn Samar búa í Norðurlandi, þ.e. í Lapplandi.

Miklir skógar, aðallega barrskógur með skógarfuru og rauðgreni, eru í Norðurlandi og stór fljót. Fljótin hafa sum verið virkuð til raforkuframleiðslu. Hæsta fjall Svíþjóðar er þar; Kebnekaise.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.