Jamtaland
Jamtaland (sænska: Jämtland) er sögulegt hérað í mið-Svíþjóð. Það er um 34.000 ferkílómetrar og eru íbúar um 117.000 (2018). Það spannar 8,3% af landinu og er næststærsta héraðið. Flestir íbúar bú við Storsjöbygden, svæðið umhverfis vatnið Storsjön. Östersund er eina borg Jamtalands. Í Åre er vinsælt skíðasvæði. Noregur réð yfir svæðinu frá tímabilinu 1178-1645. Raknar hafa verið mannvistarleifar frá 7000-6000 fyrir Krist þar.
Miklir skógar af aðallega rauðgreni þekja Jamtaland. Stór spendýr lifa þar eins og brúnbjörn, hreindýr, elgur og gaupa