Medelpad er sögulegt hérað í norður-Svíþjóð og hluti af Norrland. Stærð þess er 7.058 km2. Héraðið er að meðaltali í 200–300 metra hæð og er hæsti punkturinn Myckelmyrberget; 577 metrar. Megnið af héraðinu er milli fljótanna Ljungan og Indalsälven. Íbúar Medelpad eru um 120.000 og er Sundsvall stærsta borgin með um 60.000 íbúa.

Kort.