Norðurárdalur (Húnaþingi)

Norðurárdalur er lítill dalur í Austur-Húnavatnssýslu, sem gengur til norðurs og siðan norðausturs úr Laxárdal. Norðurá rennur eftir honum. Þverárfjallsvegur liggur um dalinn og úr honum upp á Þverárfjall og til Skagafjarðar. Fáeinir bæir voru áður í Norðurárdal en nú er aðeins Þverá í byggð, innst í dalnum.

Jóhannes Guðmundsson Nordal (1850-1946) frá Kirkjubæ í Norðurárdal fluttist til Vesturheims 1887 . Hann kenndi sig þar við dalinn og tók upp ættarnafnið Nordal eins og systkini hans, sem flutt höfðu vestur á undan honum. Jóhannes fluttist aftur til Íslands 1894 til að kenna Íslendingum að nota ís til kælingar og frystingar á sjávarafurðum og stýrði fyrsta íshúsi landsins, sem jafnan var við hann kennt og nefnt Nordalsíshús.

Heimildir breyta

  • „Skörð fyrir skildi“. Frjáls verslun, 8-10 tölublað, 1946.