Grettisgata
Grettisgata er gata í Austurbænum og Norðurmýri í Reykjavík. Liggur frá Vegamótastíg í vestri til Rauðarárstígs í austri. Hún tók að byggjast á síðustu árum 19. aldar og er nefnd eftir fornkappanum Gretti Ásmundarsyni. Við götuna eru um 100 hús, flest íbúðarhús.

