Rauðarárstígur
Rauðarárstígur er gata í Reykjavík milli Miklubrautar og Skúlagötu, austan Norðurmýrar, kennd við lækinn Rauðará, sem nú rennur í ræsi undir götunni. Yfir Rauðará lá áður brúarstubburinn Hlemmur.
Við götuna eru starfræktar ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki. Má þar nefna ísbúðina Herdísi, þar sem áður var söluturninn Draumurinn, söluturninn Svarta svaninn, Gallerý Fold, veitingastaðinn Resto og steikhúsið Rauðará.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.