Navassaeyja

(Endurbeint frá Navassa-eyja)

Navassaeyja er lítil óbyggð eyja í Karíbahafi, hún er ein af smáeyjum Bandaríkjanna og sú eina þeirra sem ekki er í Kyrrahafinu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna gerir tilkall til yfirráða yfir eyjunni og bandaríska fiska- og dýralífsstofnunin hefur umsjón með henni. Kalifornískur athafnamaður að nafni Bill Warren gerir einnig tilkall til eyjunnar, samkvæmt bandarísku Gúanóeyjalögunum. Haítí gerir einnig tilkall til eyjunnar.

Gervihnattamynd af Navassaeyju

Landafræði breyta

Navassaeyja er u.þ.b. 5,2 km² að flatarmáli. Hún er í Jamaíkasundi, um 160 km suður af bandarísku herstöðinni við Guantanamo-flóa á Kúbu og fremur skammt frá strönd Haítí eða u.þ.b. ¼ leiðarinnar frá Haítí til Jamaíka um áðurnefnt sund. Hnit hennar eru 18° 24′0″N og 75° 0′30″V.

Landslag eyjunnar einkennist fyrst og fremst af berum klettum, en þó er nægilegt graslendi fyrir geitahjarðir.

   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.