Nassau William Senior

Nassau William Senior (26. sept, 1790 - 4. júní, 1864) var lögfræðingur og hagfræðingur. Hann var um langt skeið ráðgjafi breskra stjórnvalda um ýmis efnahagsmál.

Nassau William Senior

Æviágrip

breyta

Nassau W. Senior fæddist í Compton, Berkshire. Hann stundaði nám við Eton, Magdalen og Oxford-háskólann. Hann útskrifaðist árið 1811 og hlaut Vinerian-verðlaunin, sem veitt eru þeim nemanda með bestu prófseinkunn í Oxford.[1]

Draumur hans var að starfa sem lögmaður en sá draumur varð að engu þar sem hann sjálfur átti erfitt með opinbera ræðumennsku vegna feimni. Árið 1819 var hann kallaður fyrir framan lögmannafélag Bretland þar sem tjáningarörðugleikar hans settu strik í reikninginn. Þrátt fyrir galla sína var Nassau William tilnefndur sem stjóri yfirdómstólsins árið 1836.

Nassau William kvæntist Mary Charlotte Mair árið 1821. Saman eignuðust þau tvö börn. Dóttir þeirra, Mary Charlotte Mair Simpson og sonur þeirra Nassau. Nassau Willian er grafinn í Kensal Green kirkjugarðinum.

Ferill og störf

breyta

Nassau William var fyrsti prófessorinn í stjórnmálahagfræði við Oxford háskóla og skipaði fyrsta slíka stólinn á Englandi. Með starfi sínu lagði hann mikið af mörkum til kenninga um húsaleigu, fólksfjölda, peninga og alþjóðaviðskipti. Hann varð þó aldrei eins áhrifamikill og Adam Smith, Thomas Malthus eða David Ricardo, en verk hans þróuðu kenningar þeirra.[2] Margir af fyrirlestrum hans í Oxford háskólanum voru gefnir út og einnig var nokkuð magn fyrirlestrana þýddir yfir á frönsku undir heitinu Principles Fondamentaux d‘Economie Politique[3].

Nassau William skoðaði ítrekað ýmis atriði sem við komu samfélaginu og þar má nefna stöðu verkfalla, þar sem hann átti að gera grein fyrir stöðu laga og leggja til úrbætur.

Var hann einn af umboðsmönnum sem skipaðir voru árið 1864 til að kanna menntakerfi Englandinga en áður en rannsóknir hófust lést Nassau Willian í Kensingston og lauk því ekki sinni vinnu. Nassau William var virtur penni og kom hann að útgáfu ýmissa blaða. Þar má nefna Quarterly Review, Edinburgh Review, London Review og North British Review. Hann sjálfur stóð á bakvið London Review og þrátt við mikinn fjárhagslegan stuðning frá ýmsum aðilum mistókst honum að halda blaðinu á floti og var útgáfu á því hætt árið 1829.

Skrif hans um hagfræðikenningar varð að grein í Encyclopædia Metropilitana[4], sem síðar var gefin út sér sem An Outline of the Science of Political Economy.

Nassau William var góður vinur Alexis de Tocqueville sem hann hitti árið 1833 fyrir útgáfu á Democracy in America.

Á seinni árum ferðaðist Nassau William til framandi landa til að rannsaka þeirra pólitísku- og félagslegu fyrirbæri . Nokkur bindi af tímaritum hans hafa verið gefin út, meðal annars Journal Kept in Turkey and Greece (1859) [5]og Conversations and Journals in Egypt and Malta (1882).[6]

Framlag til hagfræðinnar

breyta

Nassau William er oft talinn einn af fyrirboðum kenningar um jaðarnytjar. Hann hélt fram að ánægjan sem við höfum af vöru „minnkar í ört vaxandi hlutfalli“ eftir því sem framboð þessara vöru eykst. Í sögu sinni um efnahagsgreiningu kallar Joseph Schumpeter Nassau William einn af fyrstu „hreinu“ kenningasmiðum hagfræðinnar, en bætir við að í þessu sambandi „er framlag hans greinilega betri en Ricardo.‘‘ Þó Nassau Senior útskýrði hugmyndina um að minnkandi jaðarnyt, tengdi hann hana ekki við eftirspurnarferilin.

Nassau William ritaði árið 1837 bréf um verksmiðjulögin en skrif hans nutu ekki mikillar vinsælda fyrir þau greiningarmisök sem Nassau William gerði. Hann var þvert á móti gildandi lögum um vinnu barna og þeim fyrirhuguðu tíu klukkutíma vinnulögum á þeim forsendunum að þau myndu gera verksmiðjueigendum ómögulegt að hagnast á rekstri.[7]

Í hans greiningu færði fjármagn framfærslumöguleika til verkamanna, sem myndu síðan skila fyrirframgreiðslunni á fyrstu tíu og hálfum klukkutíma vinnu sinnar, og skilaði hagnaði aðeins á síðasta klukkutímanum. Nassau gerði sér ekki grein fyrir að hlutafjárveltan færi eftir lengd vinnudag en hann gerði ráð fyrir að það væri stöðugt.

Karl Marx gagnrýndi greiningar Nassau William mikið og fór svo langt með að segja:

,,Ef hann (Nassau William) trúir endalausum kvörtunum og upphrópunum framleiðendanna og heldur að verkamenn eyddu mestum hluta dagsins við framleiðslu, þá var greining hans óþörf.‘

Gagnrýni á aðra hagfræðinga og þeirra kenninga

breyta

Í aðalverki sínu, An Outline of the Science of Political Economy, reyndi hann að umbreyta og lýsa hagfræði sem meira vísindalegri og hagnýtari grein en áður fyrr. Hann gagnrýndi John Stuart Mill og aðra sem litu á hagfræði sem tilgátuvísindi og byggju á forsendum sem samsvara ekki félagslegum veruleika. Nassau William hafði trú á að stjórnmálahagfræði væri eingöngu afleiða vísinda, þar sem allur sannleikur væri ályktun af félagslegum veruleika. Þannig forsendurnar eru ekki aðeins forsendur heldur einnig staðreyndir.[8]

Á tíma Nassau William snerist stjórnmálahagkerfið aðeins um auð og veitti því stjórnmálamönnum lítil sem engin ráð. Embættismönnum og öðrum aðkomumönnum pólitíkarinnar var aðeins bent á fræðigreinina til að hafa í huga þegar þeir sinntu málum sem við komu hagkerfinu, án þess að bjóða upp á einhvers konar lausnir.

Í nokkrum tilfellum bætti Nassau William við kenningar sem voru nú þegar lagðar fram. Hans framlög til hagfræðinnar snérust oft á tíðum um að benda á ósamræmi í hugtökum sem var að finna í helstu verkum David Ricardo. Sem dæmi má nefna að Nassau William mótmælti notkun Ricardo á verðmætum í tengslum við framleiðslukostnað. Auk þess sem hann gagnrýndi sérkennilega notkun hans á nafngiftunum ,,fast‘‘ og ,,circulating‘‘ eins og það er nýtt í tengslum við fjármagn. Nassau William upplýsti og benti á að í mörgum tilfellum hafi forsendur kenninga David Ricardo‘s verið rangar.[9]

Nassau William var fyrstur til að notfæra sér orðið ,,abstinence‘‘ eða ,,bindindi‘‘ á íslensku.  Bindindiskenning hans varðandi hagnað lýsir því ferli við það að fá verðlaun fyrir að eyða ekki uppsöfnuðu fjármagni. Hann taldi þannig að sparnaður og uppsöfnun fjármagns hlyti að teljast hluti af framleiðslukostnaði.[10]

Umdeilt álit á írsku hungursneyðinni

breyta

Árið 1845 tjáði Nassau William sig um hungursneyðina sem herjaði Írland og voru orð hans illa viðtekin og hlaut hann mikillar gagnrýni.[11]

Nassau William sagði eftirfarandi um írsku hungursneyðina: „Þetta myndi ekki drepa meira en eina milljón manns, og það myndi varla duga til að gera neitt gagn.

Fræðimenn vitna oft í orð Nassau William en vilja meina að þau endurspegli ekki hugsun breskra stjórnvalda þó svo að Bretar beittu litlum sem engum aðgerðum fyrir og á meðan hungursneyðinni stóð yfir. Giovanni Costigan heldur því hins vegar fram að Nassau William hafi eingöngu verið að tjá sig út frá sjónarhóli stjórnmálahagfræðikenninga.

Costigan hefur haldið því fram að Nassau William hafi reynt að bæta hag írsku þjóðarinnar með töluverðum persónulegum kostnaði þar sem honum var vikið úr starfi sínu sem prófessor við King's College í London. Ástæða brottrekstursins var stuðningur Nassau Williams við kaþólsku kirkjuna á Írlandi. Nassau William tjáði áhyggjur sínar eftir heimsóknir hans til Írlands og hélt hann því fram að daglegur lífsstíll lægri stéttar Íra hafi breyst lítið sem ekkert þrátt fyrir hungursneyð.

Tilvísanir

breyta
  1. „Senior, Nassau William | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 4. september 2022.
  2. „Nassau William Senior - New World Encyclopedia“. www.newworldencyclopedia.org. Sótt 4. október 2022.
  3. Sauvy, Alfred (1950). „Baby Jean. — Principes fondamentaux d'économie politique“. Population. 5 (4): 767–767.
  4. „Encyclopædia Metropolitana“, Wikipedia (enska), 26. mars 2021, sótt 4. september 2022
  5. Senior, Nassau William (1859). A Journal Kept in Turkey and Greece in the Autumn of 1857, and the Beginning of 1858 (enska). Longman, Brown, Green, Longmans, and Roberts.
  6. Senior, Nassau William (1882). Conversations and Journals in Egypt and Malta (enska). S. Low, Marston, Searle & Rivington.
  7. „Nassau William Senior - Encyclopedia“. theodora.com (enska). Sótt 4. september 2022.
  8. (PDF) http://digamo.free.fr/senior36.pdf. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  9. „Nassau William Senior - New World Encyclopedia“. www.newworldencyclopedia.org. Sótt 16. september 2022.
  10. „HET“. www.hetwebsite.net. Sótt 18. september 2022.
  11. Senior, Nassau William (1868). Journals, Conversations and Essays Relating to Ireland (enska). Longmans, Green, and Company.