Nancy Maria Donaldson Johnson
Nancy Maria Donaldson Johnson (28. desember 1794 – 22. apríl 1890) fékk fyrsta bandaríska einkaleyfið fyrir handknúna ísvél árið 1843.[1]
Æviágrip
breytaJohnson fæddist árið 1794. Hún var dóttir dr. Lothario Donaldson og Mary „Polly“ Rider í New York. Lítið annað er vitað um fortíð hennar, en talið er að hún hafi fæðst í New York, Maryland eða Pennsylvaníu.[2] Ásamt systur sinni, Mary, gerðist hún sjálfboðaliði hjá Bandarísku trúboðasamtökunum. Walter Rogers Johnson (1794-1852) og Nancy Donaldson giftu sig í Medfield, Massachusetts árið 1823. Þau ættleiddu tvö börn, Walter W. Johnson (1836–1879) og Mary Maria Stroud (1834–1921). Eiginmaður hennar, Walter, var vísindamaður og fyrsti ritari Bandarísku vísindasamtakanna.[3]
Nancy Johnson bjó í Fíladelfíu árið 1843 þegar hún sótti um einkaleyfi fyrir fyrsta handknúna ísstrokkinn (US3254A). Einföld uppfinning hennar reyndist vera „raskandi tækni“ sem gerði öllum kleift að búa til gæðaís án rafmagns.[3]
Árið 1862 kenndu Nancy og systir hennar Mary frelsuðum þrælum í Suður-Karólínu, í Port Royal-tilrauninni. Hún lést í Washington, D.C. árið 1890. Fjölskyldan er grafin í Oak Hill-kirkjugarðinum (Washington, D.C.).[3]
Uppfinning ísvélarinnar
breytaJohnson fann upp handknúinn ísstrokk til að minnka tímann sem það tók að búa til rjómaís. Ísgerð var mjög vinnuaflsfrek iðja og gat tekið margar klukkustundir. Johnson fann leið til að búa til ís bæði hraðar og auðveldar en í höndunum.[4]
Einkaleyfisnúmerið fyrir ísvélina er US3254A.[5] Einkaleyfið var veitt 9. september 1843 og var dagsett 29. júlí 1848.[6] Ísvélin var með sveif sem sneri tveimur samliggjandi breiðum, flötum plötum sem innihéldu fjölda gata, og strokkuðu ísinn, sem gerði ísinn einsleitari, en líka auðveldara að fjarlægja ískristallana innan á sívalningnum sem spaðarnir pössuðu inn í.[7] Þessir málmspaðar voru festir við rör sem nefndist „dasher“ (þeytispaði), og var fest við sveifina sem stóð út úr vélinni.[8] Með því að nýta meginreglur varmafræðinnar og varmafræðileg efnahvörf var ísvél Johnson mjög öflug ísgerðarvél.[9] Tréfatan innihélt blöndu af salti og muldum ís, þannig að mulinn ísinn bráðnaði, en lækkaði hitastig lausnarinnar niður fyrir frostmark vegna þess að salt lækkar bræðslumark vökva. Þetta dregur varmaorku úr íslausninni og frystir hana síðan. Johnson gat einnig útbúið vélina þannig að þegar spjald var notað til að skipta vélinni eftir miðju var hægt að búa til tvær mismunandi bragðtegundir á sama tíma.[10]
Í „gervifrystinum“, sem var nafnið á upprunalega einkaleyfinu, var hægt að búa til annað hvort ís eða sorbet, sem entist í um 30 mínútur.[11][12] Það voru engar rafmagnslausnir til að halda hlutum köldum, þar sem ísskápurinn hafði ekki verið fundinn upp og ekki allir með ískassa.
Með því að setja þessa þætti saman gerði vélin það mun auðveldara, skilvirkara og minna vinnuaflsfrekt fyrir ísbúðir að framleiða ís. Þannig gerði skilvirkari lausn það ódýrara að framleiða ís, sem aftur gerði ísinn ódýrari. Þetta veitti öllum stéttum aðgang að þessum eftirrétti, sem áður var of dýr fyrir mið- og lágstéttirnar þar sem framleiðsluaðferðin gerði ísinn of dýran. Í september 1846 sótti Johnson um einkaleyfi fyrir þessa ísvél og gjörbylti þar með ísgerð, og gerði mögulegt að gera úr honum söluvöru. Uppfinning Johnson umbreytti ísiðnaðinum. Ís er nú einn vinsælasti eftirrétturinn um allan heim, en hann væri ekki svona vinsæll í dag ef ekki væri fyrir strokkinn. Fyrir þessa uppfinningu var ís sjaldgæfur lúxusréttur sem yfirstéttin naut aðallega. Þetta var réttur sem ekki var hægt að hafa á hverjum degi. Til að draga úr vinnunni sem þurfti til að búa til ís bjó Johnson til kerfi sem gerði kleift að hræra innihaldsefnin án mannlegrar íhlutunar. Enginn þurfti lengur að eyða klukkustundum í að hræra í blönduna í höndunum.[13]
Uppfinning Johnson er enn notuð í dag, 150 árum síðar. Mjög svipað tæki er til dæmis enn mikið notað á Guadeloupe og Martinique, og er oft nefnt „vesturindísk ísvél“.[14]
Einföld tæknin á bak við uppfinningu hennar hefur verið notuð og endurbætt í gegnum áratugina. Með öllum nýjum endurbótum og auknum vinsældum hefur ísgerð orðið risaiðnaður. Rjómaís er vinsæll um alla Ameríku og um allan heim. Án handknúna ísstrokksins væri ís ekki algengur eftirréttur sem margir njóta, heldur fínn eftirréttur sem væri bundinn við efri stéttirnar. Johnson græddi 1500 dollara á einkaleyfi sínu.[15][16] Þrátt fyrir velgengni Johnson og áhrifin sem hún hafði með vélinni, seldi hún einkaleyfið til William G. Young frá Baltimore, sem síðan endurbætti vélina þann 30. maí 1848.[17] Johnson seldi Young einkaleyfið fyrir 200 dali.[18] Sumar endurbæturnar fólu í sér svipaðan innri spaða sem þakinn var götum, en handfanginu var breytt svo það gerði ísinn mun kaldari, og flýtti um leið fyrir frystingunni.[19]
Tilvísanir
breyta- ↑ Snodgrass, Mary Ellen (29. desember 2004). Encyclopedia of Kitchen History (enska). Routledge. ISBN 978-1-135-45572-9.
- ↑ „Nancy M. Johnson“.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 „Portrait of Nancy Maria Donaldson Johnson“. Library of Congress. Sótt 22. mars 2021.
- ↑ „History of Ices and Ice Cream, 19th Century“. 14. maí 2015. Sótt 20. mars 2021.
- ↑ Johnson, Nancy Maria. 1843. Artificial Freezer U.S. Patent No. 3,254 Philadelphia, PA: U.S. Patent and Trademark Office
- ↑ Johnson, Nancy Maria. 1843. Artificial Freezer U.S. Patent No. 3,254 Philadelphia, PA: U.S. Patent and Trademark Office
- ↑ Clarke, C. (2016). The science of ice cream. In The science of ice cream (p. 7). Cambridge: Royal society of chemistry.
- ↑ Nancy Johnson - inventor of the ice Cream Freezer. (n.d.). Retrieved April 01, 2021, from https://www.inventricity.com/nancy-johnson-inventor
- ↑ Wilcox, C. (2013, February 26). Science Sushi: At Home Science: Ice Cream Chemistry. Retrieved April 01, 2021, from http://blogs.discovermagazine.com/science-sushi/2013/02/26/at-home-science-ice-cream-chemistry/#.W5mWes5Kjcv Geymt 19 nóvember 2019 í Wayback Machine
- ↑ Nancy Johnson - inventor of the ice Cream Freezer. (n.d.). Retrieved April 01, 2021, from https://www.inventricity.com/nancy-johnson-inventor
- ↑ „Artificial freezer“. Sótt 20. mars 2021.
- ↑ „The history of the ice cream maker: between tradition and innovation“. 24. júlí 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 febrúar 2022. Sótt 20. mars 2021.
- ↑ „Nancy Johnson Brought Ice Cream to the Masses“.
- ↑ „The history of the ice cream maker: between tradition and innovation“. 24. júlí 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 28 febrúar 2022. Sótt 20. mars 2021.
- ↑ „Inventing Women“. 24. júlí 2018.
- ↑ Humanities, National Endowment for the (18. júlí 1891). „The Lafayette advertiser. [volume] (Vermilionville [i.e. Lafayette], La.) 1865-19??, July 18, 1891, Image 3“. The Lafayette Advertiser. ISSN 2329-4205. Sótt 24. febrúar 2020.
- ↑ Govan, J. (2019, September 10). Today in History: William Young patents the ice Cream Freezer - Jennifer GOVAN - EDLAB. Retrieved April 01, 2021, from https://blog.library.tc.columbia.edu/b/22225-Today-in-History-William-Young-Patents-the-Ice-Cream-Freezer Geymt 28 febrúar 2022 í Wayback Machine
- ↑ Ishii, M. (2021, March 9). Celebrating International Women’s Day with Women Who Have Changed the World. Retrieved April 01, 2021, from https://homebusinessmag.com/businesses/success-stories-businesses/international-womens-day-changed-world/
- ↑ Govan, J. (2019, September 10). Today in History: William Young patents the ice Cream Freezer - Jennifer GOVAN - EDLAB. Retrieved April 01, 2021, from https://blog.library.tc.columbia.edu/b/22225-Today-in-History-William-Young-Patents-the-Ice-Cream-Freezer Geymt 28 febrúar 2022 í Wayback Machine