NCIS (1. þáttaröð)
Fyrsta þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 23.september 2003 og sýndir voru 23 þættir.
Aðalleikarar
breyta- Mark Harmon sem Leroy Jethro Gibbs
- Sasha Alexander sem Caitlin Kate Todd
- Michael Weatherly sem Anthony Tony DiNozzo
- Pauley Perrette sem Abby Sciuto
- David McCallum sem Donald Ducky Mallard
Aukaleikarar
breyta- Pancho Demmings sem Gerald Jackson – 16 þættir
- Sean Murray sem Timothy McGee – 16 þættir
- Brian Dietzen sem Jimmy Palmer – 2 þættir
Þættir
breytaTitill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Yankee White | Donald Bellisario og Don McGill | Donald Bellisario | 23.09.2003 | 1 - 1 |
Flotaforingji deyr við dularfullar aðstæður um borð í forsetaflugvél Bandaríkjaforseta. NCIS liðið er sent til þess að rannsaka málið og er neytt til þess að sameina rannsóknina með alríkislögreglunni og leyniþjónustufulltrúanum Caitlin Kate Todd. | ||||
Hung Out to Dry | Don McGill | Alan Levi | 30.09.2003 | 2 - 2 |
Sjóliði deyr í miðri fallhlífarstökksæfingu. Svo virðist sem einhver hafi fiktað við fallhlífina og breytist málið í morðrannsókn. | ||||
Seadog | Donald Bellisario og John Kelley | Bradford May | 07.10.2003 | 3 - 3 |
Flotaforingji finnst myrtur í miðri eiturlyfjasölu; fjölmiðlarnir tengja hann strax við eiturlyfjaflutning og sönnungargögnin hlaðast up. Sem fyrrverandi sjóliði sjálfur, þá trúir Gibbs ekki að svona góður foringji sé svona óheiðarlegur og reynir hann af sínu öllum mætti að hreinsa nafn foringjans. | ||||
The Immortals | Darcy Meyers | Alan Levi | 14.10.2003 | 4 - 4 |
Lík drukknaðs sjóliða finnst á hafsbotni. Við fyrstu sýn virðist þetta vera sjálfsmorð en Todd neitar að trúa því að sjóliðinn hafi framið sjálfsmorð, sem eins og hún er úr kaþólskri fjölskyldu þar sem sjálfsmorð er dauðasynd. | ||||
The Curse | Donald Bellisario, Don McGill og Jeff Vlaming | Terrence O´Hara | 28.10.2003 | 5 - 5 |
NCIS liðið er kallað til að rannsaka liðþjálfa í múmíulíki sem talinn er hafa stolið 1 milljón dollara, tíu árum áður. | ||||
High Seas | Larry Moskowitz og Jeff Vlaming | Dennis Smith | 04.11.2003 | 6 - 6 |
Fyrrverandi meðlimur í NCIS liði Gibbs biður um aðstoð þegar sjóliði þjáist af of stórum skammti af methamfetamíni, þrátt fyrir að hafa aldrei tekið inn eiturlyf. Þegar annar sjóliði lendir í því sama, þá þarf NCIS liðið að komast að því hvaðan eiturlyfin koma. | ||||
Sub Rosa | Frank Cardea og George Schenck | Michael Zinberg | 18.11.2003 | 7 - 7 |
Uppleyst lík finnst í tunnu á Norfolk herstöðinni. Rannsóknin leiðir NCIS liðið að kafbáti og þurfa Gibbs og Todd fara um borð í leit sinni að morðingjanum. | ||||
Minimum Security | Donald Bellisario og Philip DeGuere | Ian Toynton | 25.11.2003 | 8 - 8 |
NCIS liðið ferðast til Kúbu í leit sinni að morðingja, þegar þýðandi frá Guantanamo Bay finnst látinn með fullan maga af smarögðum (emeralds). | ||||
Marine Down | John Kelley | Dennis Smith | 16.12.2003 | 9 - 9 |
Þegar látinn sjóliði hringir í konu sína í miðri jarðaför sinni þá þarf NCIS liðið að komast að því hvort um hrekk er að ræða eða að sjóliðinn er í alvörunni á lífi. | ||||
Left for Dead | Donald Bellisario og Don McGill | James Whitmore Jr. | 09.01.2004 | 10 - 10 |
Kate tengist tilfinningalegum böndum við konu sem er minnislaus eftir að hafa fundist grafin í jörðu eftir morðtilraun. Það eina sem konan man er sprengja um borð í herskipi. NCIS liðið reynir að komast að því hver konan er og hvar sprengjan er staðsett. | ||||
Eye Spy | Frank Cardea, Dana Coen og George Schenck | Alan Levi | 13.01.2004 | 11 - 11 |
NCIS liðið rannsakar morð á sjóliðsforingja í Little Creek herstöðinni eftir ónafngreint símtal. McGee nær að rekja símtalið til Langley sem má halda að CSI sé að njósna um herstöðina. | ||||
My Other Left Foot | Jack Bernstein | Jeff Woolnough | 03.02.2004 | 12 - 12 |
Fótur af sjóliða finnst í gámi, Gibbs og liðið lenda í vandræðum þegar þau komast að því að eigandi fótsins er nú þegar látinn. | ||||
One Shot, One Kill | Gil Grant | Peter Ellis | 10.02.2004 | 13 – 13 |
NCIS liðið eltist við leyniskyttu sem drepur sjóliða sem vinna á ráðningarskrifstofum fyrir sjóherinn. | ||||
The Good Samaritan | Jack Bernstein | Alan Levi | 17.02.2004 | 14 - 14 |
Fógeti hefur samband við NCIS þegar liðsforingji finnst myrtur utanvegar, sem fylgir á eftir með morði á borgaralegum verkataka. NCIS liðið á erfitt með því að finna út hver sökudólgurinn í málinu er. | ||||
Enigma | John Kelley | Thomas J. Wright | 24.02.2004 | 15 - 15 |
Fornell og Gibbs rekast á þegar sjóliðsofursti flýr Írak með 2 milljónir dollara til bandaríkjanna undir nýju nafni. Fornell telur að hann hafi stolið peningunum á meðan Gibbs telur hann vera saklausann. | ||||
Bête Noire | Donald Bellisario | Peter Ellis | 02.03.2004 | 16 - 16 |
Ducky svarar neyðarkalli þegar ísraelska sendiráðið sendir konungslegan sjóforingja til krufningar, aðeins til að finna byssumann inn í líkpokanum. Tekur hann Ducky og Gerald og seinnar meir Todd sem gísla í krufningarherberginu. | ||||
The Truth is Out There | Jack Bernstein | Dennis Smith | 16.03.2004 | 17 - 17 |
Undirforingi finnst látinn eftir að hafa fallið í gegnum loft í miðju partýi. Frumrannsókn leiðir í ljós að hann var myrtur á nálægu bílastæði. | ||||
UnSEALed | Thomas Moran | Peter Ellis | 06.04.2004 | 18 - 18 |
SEAL sérsveitarmaður sem var dæmdur fyrir tvöfalt morð flýr Leavenworth fangelsið. Segist hann vera saklaus og ætlar að gera allt sem hann getur til þess að hreinsa nafn sitt. | ||||
Dead Man Talking | Frank Cardea og George Schenck | Dennis Smith | 27.04.2004 | 19 - 19 |
NCIS fulltrúinn Chris Pacci finnst myrtur við rannsókn á gömlu máli, sem ýtir hinn sektarkennda Gibbs út í það að rannsaka hver drap Pacci. Málið leiðir liðið að gömlu ráni og konu sem tengist þjófinum. | ||||
Missing | John Kelley | Jeff Woolnough | 04.05.2004 | 20 - 20 |
Dularfullt hvarf sjóliða leiðir NCIS liðið að fleirum sjóliðium sem hafa einnig horfið. Gibbs grunar yfirmann hópsins (því hann er sá eini sem enn er á lífi) sem morðingjann en á samatíma þá hverfur Tony. | ||||
Split Desicion | Bob Gookin | Terrence O´Hara | 11.05.2004 | 21 - 21 |
Ducky kynnist nýja aðstoðarmanni sínum Jimmy Palmer. Gibbs og NCIS liðið rannsakar sjóliða sem hefur verið myrtur með stolnu vopni. Tony fer undir sem kaupandi en rekst á ATF fulltrúann Stone. Vinnur liðið með ATF fulltrúanum til þess að finna vopnasalann og morðingjann. | ||||
A Weak Link | Jack Bernstein | Alan Levi | 19.05.2004 | 22 - 22 |
SEAL sérsveitarmaður fellur til dauða við venjulega æfingu nokkrum dögum áður en hann á að fara í leynilega björgunaraðgerð. Fyrst er talið að um slys sé að ræða og lélega búnað, þangað til Abby finnur að fiktað hafði verið í búnaði mannsins. NCIS liðið er undir þrýstingi frá CIA og hefur aðeins 38 tíma til þess að leysa málið. | ||||
Reveille | Donald Bellisario | Thomas J. Wright | 25.05.2004 | 23 - 23 |
Þráhyggja Gibbs til þess að finna byssumanni sem hélt Ducky og Todd gíslum verður meiri. McGee reynir að finna leið til þess að finna hann, á meðan þá borða Todd og Tony hádegismat með Ducky. Þegar Tony eltir uppi draumakonu sína þá er Todd rænt af byssumanninum sem er Hamas hryðjuverkamaður. | ||||
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „NCIS (season 1)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.04.2011 2011.
- NCIS: Naval Criminal Investigative Service á Internet Movie Database
- http://www.cbs.com/primetime/ncis/ Heimasíða NCIS á CBS