Mosfell (Grímsnesi)
Mosfell er fell sunnan Apavatns og rétt norðan Skálholts. Sunnan undir Mosfellinu er kirkjustaðurinn Mosfell en þar bjó Ketilbjörn gamli sem nam Grímsnesið allt. Hann átti ógrynni silfurs. Synir hans vildu ekki hlíða skipunum karls, svo hann tók tvo uxa og létt þá draga silfrið upp á fjallið. Þar lét hann ambátt og þræl grafa silfrið og fela. Ketilbjörn drap svo þau bæði svo engin er til frásagnar um hvar silfrið mikla er að finna.
Mosfell | |
---|---|
Hæð | 234 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Grímsnes- og Grafningshreppur |
Hnit | 64°38′32″N 19°28′43″V / 64.6422°N 19.4786°V |
breyta upplýsingum |
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Mosfell (Grímsnesi).
Á Mosfelli er timburkirkja, Mosfellskirkja, sem var reist 1848. Hún er friðuð og á ýmsa góða gripi.