Mike Pompeo
Michael Richard Pompeo (f. 30. desember 1963) er bandarískur stjórnmálamaður og málafærslumaður sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna frá árinu 2018 til ársins 2021. Hann er fyrrum liðsforingi í Bandaríkjaher og var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) frá janúar 2017 til apríl 2018.
Mike Pompeo | |
---|---|
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Í embætti 26. apríl 2018 – 20. janúar 2021 | |
Forseti | Donald Trump |
Forveri | Rex Tillerson |
Eftirmaður | Antony Blinken |
Forstjóri CIA | |
Í embætti 23. janúar 2017 – 26. apríl 2018 | |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 4. kjördæmi Kansas | |
Í embætti 3. janúar 2011 – 23. janúar 2017 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. desember 1963 Orange, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Leslie Libert (skilin) Susan Pompeo |
Börn | 1 |
Háskóli | West Point Harvard-háskóli |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Pompeo sat á fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2011 til 2017 fyrir 4. kjördæmi Kansas-fylkis. Hann var jafnframt fulltrúi Kansas í landsnefnd Repúblikanaflokksins og í þingnefnd ítalskættaðra Bandaríkjamanna. Innan Repúblikanaflokksins er Pompeo jafnframt meðlimur í Teboðshreyfingunni.[1]
Donald Trump Bandaríkjaforseti útnefndi Pompeo í embætti utanríkisráðherra í mars árið 2018 eftir að Rex Tillerson var leystur frá störfum.[2] Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti útnefningu Pompeo þann 26. apríl 2018 með 57 atkvæðum gegn 42[3][4][5] og Pompeo tók við embættinu síðar sama dag.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ Joel Gehrke (7. ágúst 2014). „Tea-Party Power Endures“. National Review. Sótt 4. október 2019.
- ↑ „Trump fires Tillerson as secretary of state“. BBC News. 13. mars 2018 – gegnum www.bbc.co.uk.
- ↑ „Mike Pompeo confirmed as secretary of state, in a move Republicans hope will rebuild morale at the State Department“. The Washington Post (enska). Sótt 4. október 2019.
- ↑ Harris, Gardiner; Kaplan, Thomas (26. apríl 2018). „Mike Pompeo, Confirmed as Secretary of State, Plans to Quickly Head to Europe“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 4. október 2019.
- ↑ „Mike Pompeo confirmed as secretary of state“ (enska). CBS News. 26. apríl 2018. Sótt 4. október 2019.
- ↑ Fox, Lauren; Walsh, Deirdre; Koran, Laura (26. apríl 2018). „Mike Pompeo sworn in as Trump's second secretary of state“. CNN. Sótt 4. október 2019.
Fyrirrennari: Rex Tillerson |
|
Eftirmaður: Antony Blinken |