Virt

(Endurbeint frá Meski)

Virt eða virtur er sætur vökvi sem látinn er gerjast til að búa til öl í til dæmis bjór- eða viskýframleiðslu. Virtin er fengin með því að skola sykrur (aðallega maltósa) úr hrostanum sem verður til við meskingu malts. Ölger breytir síðan sykrunum í áfengi. Áfengismagnið er reiknað út með því að bera saman eðlisþyngd virtarinnar fyrir og eftir gerjun með sykurflotvog.

Virt rennur í gilker.

Virt er þannig útskýrt í ritum Árna Magnússonar, breytt til nútímasatafsetningar:

Virt: (fæminini gen) lögur, sem runnið hefur i gegnum tappaker fullt af malti, og á síðan að sjóðast. [1]


Tilvísanir breyta

  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 6. september 2009.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.