Maltósi
Maltósi eða maltsykur er tvísykra mynduð úr tveimur glúkósasameindum tengd saman með glýkósíðtengi. Maltósi brotnar auðveldlega niður í glúkósa með vatnsrofi og efnahvatanum maltasa í lífverum.
Maltósi er framleiddur úr meltu byggi eða öðru spírandi korni með því að láta efnahvata vinna hann úr sterkjunni. Þetta ferli er kallað mesking og er mikilvægur þáttur í bruggun öls. Maltósanum er síðan breytt í etanól og koltvísýring með gerjun.