Menntaskólar mætast

Menntaskólar mætast var spurningakeppni í sjónvarpi, sem haldin var á RÚV á vormisseri árið 1978. Henni lauk með sigri Menntaskólans í Reykjavík.

Tildrög og skipulag

breyta

Guðmundur Gunnarsson var spurningahöfundur og dómari í keppninni, þar sem mættust lið sjö menntaskóla og Verzlunarskólans. Var þetta fyrsta spurningakeppni framhaldsskólanema í sjónvarpi, en á sjöunda áratugnum höfðu slíkar keppnir verið haldnar í útvarpi. Keppnisfyrirkomulag var með þeim hætti að fjögurra manna lið öttu kappi, sem skipuðu voru tveimur nemendum og tveimur kennurum frá hverjum skóla.

Val þátttökuskólanna var gagnrýnt, þar sem þeim fjórum fjölbrautaskólum sem starfræktir voru í landinu var ekki boðið til leiks. Að sögn RÚV var það gert til að tryggja að keppnin yrði ekki of umfangsmikil.[1]

Viðureignir

breyta

1.umferð:

Undanúrslit:

  • Verzlunarskóli Íslands sigraði Menntaskólann við Sund
  • Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Menntaskólann í Kópavogi

Úrslit:

  • Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Verzlunarskólann

Skemmtiatriði

breyta

Boðið var upp á skemmtiatriði í hverri keppni, sem einatt var tónlistarflutningur. Í úrslitaleiknum tróð upp hljómsveitin Hver úr Menntaskólanum á Akureyri og vakti þjóðarathygli. Síðar sama ár ritaði tónlistarblaðamaður Dagblaðsins: „Hljómsveitina Hver þarf tæpast að kynna. Hún skemmti í vetur í sjónvarpsþættinum Menntaskólarnir mætast og er það mál manna að engin hljómsveit hafi slegið jafn gjörsamlega í gegn hér á landi síðan Hljómar voru uppgötvaðir í Háskólabíói í upphafi Bítlatímabilsins.“[2]

Í hljómsveitinni voru söngkonurnar Erna Gunnarsdóttir, Eva Ásrún og Erna Þórarins og markaði þátttakan í þættinum upphafið að glæstum söngferli þeirra.[3]

Tilvísanir og heimildir

breyta
  1. „Vísir 27. feb. 1978“.
  2. „Dagblaðið 10. júní 1978“.
  3. „Dagur 17. febrúar 1990“.
  • Upplýsingar um viðureignir og keppnislið birtust í dagskrárauglýsingum dagblaðanna á tímabilinu 18. feb. til 1. apríl.