Regnbogafiskar

(Endurbeint frá Melanotaeniidae)

Regnbogafiskar (fræðiheiti: Melanotaeniidae) eru smáir, litríkir, ferskvatnsfiskar sem eru frá norður og austur Ástralíu, Nýju-Gíneu og Indónesíu (eyjum í Cenderawasih-flóa og Raja Ampat).

Regnbogafiskar
Melanotaenia boesemani, karl, rautt afbrigði
Melanotaenia boesemani, karl, rautt afbrigði
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordate)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Atheriniformes
Undirættbálkur: Melanotaenioidei
Ætt: Regnbogafiskaætt (Melanotaeniidae)
T. N. Gill, 1894
Ættkvíslir
Samheiti

Bedotiidae
Pseudomugilidae
Telmatherinidae

Chilatherina fasciata
Glossolepis wanamensis
Iriatherina werneri

Nafn stærstu ættkvíslarinnar: Melanotaenia, er dregið af forngríska melano (svart) og taenia (rákótt), og er það tilvísun í oft áberandi svartar rákir eftir hlið fiskanna í Melanotaenia.

Lýsing

breyta

Þeir eru yfirleitt minna en 12 sm langir, og nokkrar tegundirnar eru minna en 6 sm, meðan ein tegund, Melanotaenia vanheurni, verður að 20 sm löng. Þeir eru í margs konar ferskvatni, þar á meðal ám vötnum og mýrum. Þrátt fyrir að þeir hrygni á hvaða tíma ársins sem er, er það sérstaklega í upphafi rigningartímabils hvers staðar sem tegundirnar eru frá. Hrognin eru fest við vatnagróður, og klekjast 18 dögum síðar. Þeir eru alætur, á smáum krabbadýrum, skordýralirfum, og þörungum.[1]

Þeir eru vinsælir búrafiskar ásamt Pseudomugil, sem er önnur smávaxin, litrík fiskiættkvísl sem finnst á svipuðu svæði og búsvæði. Í náttúrunni hefur stofni þeirra verið ógnað af ágengum innfluttum tegundum eins og Gambusia holbrooki, tilapia, síklíða, og mengun.

 
Melanotaenia duboulayi

Hegðun í búrum

breyta

Þeir eru bestir með hitabeltis torfu-fiskum, eins og tetrur, gúppíar, og aðrir regnbogafiskar (Melanotaeniidae). Hinsvegar berjast karlar um yfirráð á mökunartíma ef ekki eru nægilega margar kerlur. Þeir borða yfirleitt flögur (fóður) í yfirborðinu, eins og þeir borða skordýr sem eru á vatnsyfirborði villtir.

Tilvísanir

breyta
  1. Allen, Gerald R. (1998). Paxton, J.R.; Eschmeyer, W.N. (ritstjórar). Encyclopedia of Fishes. San Diego: Academic Press. bls. 155–156. ISBN 0-12-547665-5.

Tenglar

breyta

Viðbótarlesning

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.