Meinhaddur (fræðiheiti Brevoortia tyrannus) er fiskur af síldaætt. Hann er mikið notaður í bræðslu. Meinhaddur lifir á plöntusvifi og getur fullvaxinn fiskur síað allt að fjögur gallon af vatni á mínútu. Meinhaddur hreinsar sjó með að sía hann og stórar torfur af meinhaddi halda þörungablóma í skefjum. Fiskurinn er mikilvægur í vistkerfi sjávar því margir fiskar lifa á honum og hann heldur þörungamengun í skefjum. Meinhaddur hefur verið í miklu magni í Norður-Atlantshafi og heldur fiskurinn sig í stórum torfum sem geta verið 40 km langar.

Meinhaddur
Meinhaddur (Brevoortia tyrannus)
Meinhaddur (Brevoortia tyrannus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki Animalia
Fylking: Seildýr Chordata
Flokkur: Geisluggar Actinopterygii
Ættbálkur: Síldfiskar Clupeiformes
Ætt: Síldaætt (Clupeidae)
Undirætt: Alosinae
Ættkvísl: Brevoortia
Tegund:
B. tyrannus

Tvínefni
Brevoortia tyrannus
(Latrobe, 1802)

Meinhaddur er vinsæll til beitu. Einkenni meinhadds er að fiskurinn rotnar hratt eftir að hann hefur verið veiddur og er hann því aðallega nýttur til bræðslu þ.e. í fiskimjöl, lýsi og áburðar. Fiskurinn framleiðir Omega 3 fitusýrur sem eru nýttar af þeim fiskum sem á honum lifa.

Möguleikar eru á að nota meinhadd til efnaiðnaðar því við vinnslu fisksins þá má einangra úr vinnsluvatninu yfirborðsvirkt prótein sem er öflugt bindiefni og bleytiefni og því gott til notkunar í lágum styrk. Þetta prótein er er virkt á svæðum milli olíu og vatns og er umhverfisvænt (niðurbrjótanlegt).

Menhaden B. tyrannus frá Chesapeake flóa

Heimild

breyta