Meinhaddur
Meinhaddur (fræðiheiti Brevoortia tyrannus) er fiskur af síldaætt. Hann er mikið notaður í bræðslu. Meinhaddur lifir á plöntusvifi og getur fullvaxinn fiskur síað allt að fjögur gallon af vatni á mínútu. Meinhaddur hreinsar sjó með að sía hann og stórar torfur af meinhaddi halda þörungablóma í skefjum. Fiskurinn er mikilvægur í vistkerfi sjávar því margir fiskar lifa á honum og hann heldur þörungamengun í skefjum. Meinhaddur hefur verið í miklu magni í Norður-Atlantshafi og heldur fiskurinn sig í stórum torfum sem geta verið 40 km langar.
Meinhaddur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Meinhaddur (Brevoortia tyrannus)
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Brevoortia tyrannus (Latrobe, 1802) |
Meinhaddur er vinsæll til beitu. Einkenni meinhadds er að fiskurinn rotnar hratt eftir að hann hefur verið veiddur og er hann því aðallega nýttur til bræðslu þ.e. í fiskimjöl, lýsi og áburðar. Fiskurinn framleiðir Omega 3 fitusýrur sem eru nýttar af þeim fiskum sem á honum lifa.
Möguleikar eru á að nota meinhadd til efnaiðnaðar því við vinnslu fisksins þá má einangra úr vinnsluvatninu yfirborðsvirkt prótein sem er öflugt bindiefni og bleytiefni og því gott til notkunar í lágum styrk. Þetta prótein er er virkt á svæðum milli olíu og vatns og er umhverfisvænt (niðurbrjótanlegt).