Gallon
Gallon er rúmmálseining sem er aðallega notuð í enskumælandi löndum. Mælieiningin hefur verið skilgreind með ólíkum hætti í gegnum söguna. Nú til dags eru þrjár skilgreiningar algengastar: breskt gallon (≈ 4,546 L), bandarískt gallon (≈ 3,79 L) og bandarískt þurrgallon (≈ 4,40 L).