Mascarpone

Mascarpone með eplum og sósu
Upprunaland Fáni Ítalíu Ítalía
Svæði, bær Lodi, Abbiategrasso
Mjólk Kúa
Gerilsneyddur Nei
Áferð Mjúk, rjómakennd

Mascarpone er ítalskur ostur framleiddur úr kúamjólk. Hann er framleiddur úr sýrðum rjóma með því að hleypa honum með vínsýru.[1] Stundum er áfum bætt út í. Þegar ostinum hefur verið hleypt losnar ostamysan án pressunar eða geymslu.[2]

Mascarpone er algengur í matarréttum frá Langbarðalandi og er meðal annars aðalhráefni í tíramísú. Þá er hann stundum notaður í stað smjörs eða parmesan-osts til að bæta í risotto.

Tilvísanir

breyta
  1. „Mascarpone“. Cheese.com.
  2. „Mascarpone cheese“. Pastry Wiz.