Mariano Rajoy
Mariano Rajoy Brey (f. 27. mars 1955) er spænskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Spánar frá 2011 til 2018.
Mariano Rajoy | |
---|---|
Forsætisráðherra Spánar | |
Í embætti 21. desember 2011 – 1. júní 2018 | |
Þjóðhöfðingi | Jóhann Karl 1. Filippus 6. |
Forveri | José Luis Rodríguez Zapatero |
Eftirmaður | Pedro Sánchez |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 27. mars 1955 Santiago de Compostela, Galisíu, Spáni |
Stjórnmálaflokkur | Þjóðarflokkurinn (Partido Popular) |
Maki | Elvira Fernández Balboa (g. 1996) |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Santiago de Compostela |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Hann var kosinn leiðtogi Þjóðarflokksins (Partido Popular) árið 2004 en flokkurinn hlaut stóran sigur í kosningunum 2011. Flokkur fólksins missti meirihluta sinn í kosningunum 2015 en ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þær kosningar. Boðað var aftur til kosninga árið 2016 og þá var Rajoy kosinn aftur í embætti forsætisráðherra í minnihlutastjórn.
Áður en Rajoy var forsætisráðherra starfaði hann sem varaforsætisráðherra frá 2000 til 2003. Fyrir þann tíma var hann í ýmsum hlutverkum í ólíkum ráðuneytum.
Vantrauststillaga var samþykkt gegn Rajoy á spænska þinginu þann 1. júní 2018 vegna spillingarmála er vörðuðu ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksfélaga hans. Í kjölfarið tók Pedro Sánchez, þá leiðtogi stjórnarandstöðunnar, við af Rajoy sem forsætisráðherra.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Rajoy tókst ekki að verjast vantrausti“. Fréttablaðið. 1. júní 2018. Sótt 2. júní 2018.
Fyrirrennari: José Luis Rodríguez Zapatero |
|
Eftirmaður: Pedro Sánchez |