Mari Järsk
Mari Järsk[a] (fædd 28. nóvember 1987) er eistnesk-íslensk hlaupakona. Hún er þekkt fyrir þátttöku sína í Bakgarðshlaupunum en hún hefur tvívegis borið sigur úr býtum í Bakgarður 101[1] og einu sinni í Bakgarðskeppninni í Heiðmörk.[2]
Mari Järsk | |
---|---|
Fæðing | 28. nóvember 1987 |
Þjóðerni | Eistnesk / Íslensk |
Önnur nöfn | Mari Jaersk |
Ár | 2019– |
Þekkt fyrir | Langhlaup |
Mari er fædd og uppalin í Eistlandi en fluttist til Íslands um 17 ára gömul.[3][4] Hún byrjaði að hlaupa árið 2019 og varð fljót ein af fremstu ofurhlaupurum landsins.[5] Árið 2021 sigraði hún í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk og ári seinna sigraði hún í Bakgarður 101 sem fram fór í Öskjuhlíðinni.[6] Árið 2024 sigraði hún aftur í Bakgarður 101.[7]
Ytri tenglar
breyta- Mari Jaersk í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands
Heimildir
breyta- ↑ Lovísa Arnardóttir (5. júní 2024). „Gat ekki staðið upp til að taka við bikarnum“. Vísir.is. Sótt 11. maí 2024.
- ↑ Benedikt Bóas Hinriksson (22. september 2021). „Hljóp brosandi í sólahring“. Fréttablaðið. Sótt 23. september 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Sylvía Rut Sigfúsdóttir (8. desember 2021). „„Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið"“. Vísir.is. Sótt 23. september 2024.
- ↑ Agnar Már Másson (7. maí 2024). „Mögnuð upplifun sem mun aldrei gleymast“. Morgunblaðið. Sótt 23. september 2024.
- ↑ Guðrún Selma Sigurjónsdóttir (5. júní 2021). „Vantaði áskorun eftir íbúðarkaupin“. Morgunblaðið. Sótt 24. september 2024.
- ↑ Freyr Bjarnason (3. maí 2022). „Langaði að grenja en drullaði sér aftur af stað“. Morgunblaðið. Sótt 24. september 2024.
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson (6. maí 2024). „Mari Järsk sigraði í Bakgarðshlaupinu“. RÚV. Sótt 24. september 2024.
Punktar
breyta- ↑ Nafn hennar er einnig skrifað Mari Jaersk.