Marbella er borg í Andalúsíu á Spáni. Borgin liggur við strönd Miðjarðarhafsins í héraðinu Málaga, nálægt fjallinu La Concha. Árið 2017 voru íbúar um 141.000. Marbella og nærliggjandi bærinn Puerto Banús eru mikilvægir ferðamannabæir við Costa del Sol. Marbella er vinsæll orlofsstaður hjá ferðamönnum sem koma víða að.

Marbella séð frá fjallinu La Concha

Mörg skemmtiferðaskip og lystisnekkjur leggjast að bryggjunni í Marbella. Borgin er líka vinsæll fyrir golfvellina sína og smábátahafnir. Á svæðinu sem umkringir bæinn eru mörg hótel og lúxushús.

Frá Marbella er unnt komast að öðrum stöðum eins og Málaga, Estepona, Torremolinos, Fuengirola eða Gíbraltar með strætisvagni. Hraðbrautin A7 rennur framhjá bænum en næsti flugvöllurinn er Málaga-Costa del Sol.

Heimild

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.