María Lovísa af Austurríki

(Endurbeint frá María Lovísa af Parma)

María Lovísa (12. desember 1791 – 17. desember 1847), fullu nafni Maria Ludovica Leopoldina Francisca Theresa Josepha Lucia af Habsborg-Lorraine, erkihertogaynja Austurríkis, prinsessa Ungverjalands og Bæheims, var önnur eiginkona Napóleons Bónaparte Frakkakeisara. Sem slík var hún keisaraynja Frakka frá 1810 til 1814 og síðan hertogaynja í Parma til dauðadags.

Skjaldarmerki Habsborg-Lothringen-ætt Keisaraynja Frakka
Habsborg-Lothringen-ætt
María Lovísa af Austurríki
María Lovísa
Ríkisár 1. apríl 1810 – 6. apríl 1814 (sem keisaraynja Frakka)
11. apríl 1814 – 17. desember 1847 (sem hertogaynja af Parma)
SkírnarnafnMaria Ludovica Leopoldina Franziska Therese Josepha Lucia
Fædd12. desember 1791
 Vín, Austurríki, Heilaga rómverska keisaradæminu
Dáin17. desember 1847 (56 ára)
 Parma, Hertogadæminu Parma
GröfKeisaragrafhýsinu í Vín
Konungsfjölskyldan
Faðir Frans 2. keisari
Móðir María Teresa af Napólí og Sikiley
EiginmennNapóleon Bónaparte (g. 1810; d. 1821)
Adam Albert von Neipperg (g. 1821; d. 1829)
Charles-René de Bombelles (g. 1834)
BörnNapóleon 2.
Albertine von Neipperg William Albert, fursti af Montenuovo
Mathilde von Neipperg

María Lovísa var elsta dóttir Frans 2. keisara hins Heilaga rómverska ríkis. Hún var gift Napóleon Bónaparte árið 1810 í samræmi við friðarsáttmála milli Frakka og Austurríkismanna eftir tap hinna síðarnefndu í orrustunni við Wagram árið 1809.

Þegar María Lovísa settist að í Tuileries-höll sem keisaraynja fór henni fljótt að lynda ný staða sín þótt Frakkar kynnu illa við hana. Þó fannst henni hún aldrei eiga heima í þessu landi, þar sem frænka hennar, María Antonetta, kona Loðvíks 16., hafði glatað lífi undir fallöxi tuttugu árum fyrr.

Eftir ósigur Napóleons gegn sjötta bandalaginu ákvað María Lovísa að fylgja honum ekki í útlegð til eyjarinnar Elbu heldur fara ásamt syni þeirra til hirðarinnar í Vín. Þegar Napóleon sneri aftur til valda í hundrað daga næsta ár ákvað keisaraynjan að vera trú fjölskyldu sinni frekar en eiginmanni til þess að gæta hagsmuna sonar síns. Á Vínarfundinum var María Lovísa veitt hertogaynjutign í Parma, Plaisance og Guastalla. Þá var hún aðeins 24 ára.

María Lovísa var harðlega gagnrýnd af Frökkum fyrir að yfirgefa Napóleon um leið og gæfan snerist gegn honum. Hún varð hins vegar afar vinsæl meðal íbúa Parma síðar meir og var þar kölluð „hertogaynjan góða“.

Heimild

breyta