María Júlía (skip)

varð- og björgunarskip

María Júlía er varðskip og björgunarskip sem Landhelgisgæslan notaði frá 1950 til 1969. Skipið var smíðað úr eik í Frederikssund í Danmörku og var heildarkostnaður 1,5 milljónir króna en um 300.000 af þeirri upphæð voru framlög frá slysavarnardeildum á Vestfjörðum. Skipið var nefnt í höfuðið á Maríu Júlíu Gísladóttur frá Ísafirði sem gaf árið 1937 verulegt fjármagn til smíði björgunarskips. Í skipinu var sérútbúin rannsóknarstofa fyrir fiskifræðinga og fyrir sjómælingar. Skipið var því fyrsti vísir að hafrannsóknarskipi á Íslandi.

María Júlía í Ísafjarðarhöfn

Talið er að áhafnir skipsins hafi bjargað um tvö þúsund manns.[1]

Árið 1969 seldi Landhelgisgæslan skipið sem var næstu ár notað sem fiskiskip og gert út frá Patreksfirði og Tálknafirði. Til stóð að selja það til Suður-Afríku en árið 2003 keyptu Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti og Byggðasafn Vestfjarða skipið með það fyrir augum að gera upp og reka sem safnskip sem gæti siglt milli staða á Vestfjörðum.[2] Árið 2006 var skipið flutt til Patreksfjarðar til viðgerða og árið eftir til Bolungarvíkur og síðan til Þingeyrar. Viðgerð á skipinu hefur staðið yfir síðan.

María Júlía er 137 tonn, 27,5 metrar á lengd og 3,25 metrar á dýpt.

Árið 2018 lagði formaður skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, Sigurður J. Hreinsson, til að skipinu yrði sökkt á litlu dýpi þar sem það væri aðgengilegt fyrir sportkafara.[3]

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta