Mantilla
Mantilla er sjal eða slæða úr silki eða blúndum sem hefbundinn spænskur höfuðbúnaður, slæðan nær yfir höfuð og axlir og er oft sett yfir háan kamb sem kallast peineta. Mantilla slæða er einnig notuð án þess að nota kamb af konum í Rétttrúnaðarkirkjunni í Rússlandi og er þá oft hvít og krosslögð yfir háls og lögð yfir gagnstæða öxl.
Á málverkum eftir spænsku málarana Diego Velázquez og Francisco Goya má oft sjá konur með mantillaslör. Eftir 1900 var mantillaslör aðallega notað við formlegar athafnir eins og nautaat, í dymbilviku og við brúðkaup.