Mannættkvísl (fræðiheiti: Homo) er ættkvísl fremdardýra sem þróaðist út frá annars útdauðu ættkvíslinni Australopithecus fyrir rúmlega 2 milljón árum. Mannættkvísl nær yfir tegund nútímamanna (Homo sapiens) og nokkrar útdauðar manntegundir, sem ýmist eru taldar forverar eða náskyldar nútímamönnum. Það á sérstaklega við um Homo erectus og Homo neanderthalensis. Elsta tegundin af þessari ættkvísl er talin vera Homo habilis. Ásamt ættkvíslinni Paranthropus er mannættkvísl talin skyldust Australopithecus africanus. Ættkvíslin Australopithecus hafði áður aðgreinst frá ættkvíslinni Pan (simpönsum).

Mannættkvísl
Tímabil steingervinga: Síðplíósen-Hólósen
Hauskúpa af Homo ergaster/erectus.
Hauskúpa af Homo ergaster/erectus.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Fremdardýr (Primates)
Undirættbálkur: Apar (Haplorhini)
Innættbálkur: Mannapar (Simiiformes)
Ætt: Mannætt (Hominidae)
Undirætt: Homininae
Ættflokkur: Hominini
Ættkvísl: Homo
Linnaeus, 1758
Einkennistegund
Homo sapiens
Linnaeus, 1758
Tegundir
Samheiti

Samheiti

Homo erectus kom fram á sjónarsviðið fyrir tæpum 2 milljónum ára og dreifðist um Afríku (þar sem tegundin nefnist Homo ergaster) og til Evrasíu fyrir um 1,8 milljón árum. Þetta var líklega fyrsta manntegundin sem tók upp veiði og söfnun og lærði að kveikja eld. Homo erectus hafði mikla aðlögunarhæfni og lifði í meira en milljón ár, þar til tegundin þróaðist út í nýjar tegundir fyrir um 500.000 árum.

Nútímamaðurinn Homo sapiens kom fram á sjónarsviðið fyrir um 300 til 200.000 árum, líklega í Afríku, og neanderdalsmaðurinn birtist um svipað leyti í Evrópu og Vestur-Asíu. Homo sapiens dreifðist út frá Afríku í nokkrum bylgjum að talið er, hugsanlega allt frá því fyrir 250.000 árum og örugglega frá því fyrir 130.000 árum. Suðurdreifingin átti sér stað fyrir 70-50.000 árum þegar menn settust að í Evrasíu og Eyjaálfu. Á þessum svæðum blönduðust nútímamenn eldri manntegundum. Neanderdalsmenn dóu út fyrir um 40.000 árum og blendingstegundir gætu hafa lifað af allt þar til fyrir 12.000 árum (Rauðhjartarhellafólkið).

Tenglar

breyta
  • „Hvað er mannkynið gamalt?“. Vísindavefurinn.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.