Sterkja eða mjölvi (efnaformúla: (C6H10O5)n) er fjölsykra sem er algengasta kolvetnið í fæðu manna, til dæmis í kartöflum og hrísgrjónum. Sterkja er aðal næringarefnið í flestum korntegundum eins og hveiti og maís. Sterkja er mynduð úr glúkósasameindum sem eru tengdar saman með glýkósíðtengjum.

Sterkju blandað við vatn.

Hrein sterkja er hvítt bragðlaust og lyktarlaust duft sem leysist ekki upp í köldu vatni eða alkohóli. Hún inniheldur tvenns konar sameindir: línulegan eða gormlaga amýlósa, og greinótt amýlópektín. Þótt það sé mismunandi eftir plöntum, er hlutfall amýlósa um 20-25% og amýlópektíns 75-80% af þyngd.[1] Glýkógen (líka kallað „dýrasterkja“) sem myndar orkuforða dýra er enn greinóttari gerð amýlópektíns.

Í matvælaiðnaðinum er sterkju oft breytt í sykur, til dæmis með meskingu. Sykurinn er síðan gerjaður til að búa til áfengi. Þetta ferli er undirstaða framleiðslu á bjór, viskíi og lífeldsneyti. Sykur úr sterkju er líka notaður sem sætuefni í ýmis konar matvæli.

Tilvísanir

breyta
  1. Brown, W. H.; Poon, T. (2005). Introduction to organic chemistry (3. útgáfa). Wiley. bls. 604. ISBN 978-0-471-44451-0.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.