Malik (einnig t.d. melik eða malek) er orð í semískum málum sem merkir „konungur“. Malik er titill þjóðhöfðingja í nokkrum arabískumælandi ríkjum en í vestrænum málum er þá yfirleitt notast við orðið „konungur“. Þetta eru Barein (áður emírsdæmi), Marokkó (áður soldánsdæmi), Jórdanía (áður emírsdæmi), Túnis (notað af meðlimum fyrrum konungsfjölskyldunnar) og Sádí-Arabía.

Arabískur titill konungsins af Barein er malik al-Bahrayn.

Önnur lönd þar sem þjóðhöfðingjar báru áður titilinn malik eru meðal annars Írak, Egyptaland, Líbýa, Maldíveyjar, Óman og Jemen.

Tengt efniBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.