Macintosh 128K
Macintosh var fyrsta Apple Macintosh heimilistölvan. Hún var kynnt í janúar 1984 á $2495 bandaríkjadollara. Efst á tölvunni var handfang til að bera tölvuna. Þessi fyrsta Macintosh tölva er nú kölluð Macintosh 128K til að rugla ekki saman við nýrri tegundir.