Gvendarbrunnur er brunnur, lind eða laug sem Guðmundur biskup góði (1161–1237) er sagður hafa vígt. Þá er að finna víða um land. Sú sögn fylgir mörgum þeirra að þeir þverri aldrei og enn fremur er talið að vatnið úr þeim hafi lækningamátt og heilagan blæ yfir sér.[1] Aðrar helgar lindir þekkjast en þær bera oft nöfn þekktra guðsmanna, t.d. Hallgrímslind í Saurbæ, Hvalfirði.

Gvendarbrunnur/Maríulind á Hellnum, Snæfellsnesi

Flestir Gvendarbrunnar láta lítið yfir sér. Sumir þeirra eru þó ölkeldur og skera sig á þann hátt frá öðrum uppsprettum á jörðum, t.d. Rauðamelsölkelda á Ytra­-Rauðameli í Hnappadalssýslu. Margir Gvendarbrunnar eru við erfiðar leiðir, notaðir sem vatnsból bæja (og sú sögn þá að vatn þeirra þverri aldrei), eða við kirkjustaði.[1] [2]

Með þekktustu Gvendarbrunna á Íslandi eru: Gvendarbrunnar í Heiðmörk ofan Reykjavíkur og Gvendarbrunnur á Hólum í Hjaltadal.

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 Gylfi Helgason (2020). Helgar lindir á Vesturlandi.Landsháttafræðilegt sjónarhorn.
  2. Ólafur Lárusson (1942). Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga.