Mýraflóki (fræðiheiti: Rhododendron tomentosum (áður Ledum palustre), er ilmandi runni í undirdeildinni Ledum í lyngrósaættkvísl (Rhododendron) í lyngætt.

Mýraflóki
R. tomentosum í blóma
R. tomentosum í blóma
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Undirætt: Ericoideae
Ættflokkur: Rhodoreae
Ættkvísl: Rhododendron
Undirættkvísl: Rhododendron
Geiri: Rhododendron
Tegund:
R. tomentosum

Tvínefni
Rhododendron tomentosum
Harmaja
Samheiti

Ledum palustre L.

Lýsing breyta

Mýraflóki er lágvaxinn runni sem verður að 50 sm hár (sjaldan að 120 sm) með sígrænum blöðum 12–50 mm löng og 2–12 mm breið. Blómin eru smá, með 5 krónublöð, og eru mörg í hálfsveipum sem eru nokkrir saman endastæðum klösum 3–5 sm í þvermál. Þau eru með sterka lykt sem dregur að býflugur og önnur frjóvgandi skordýr.

Búsvæði og útbreiðsla breyta

Í Norður-Ameríku vex hann í norðurhluta Grænlands, Kanada, og Alaska, í Evrópu í norður og miðhlutanum, og í Asíu suður til norður Kína, Kóreu og Japan. Hann vex á mýrlendi, runnasvæðum og mosa og fléttu túndru.

Efnainnihald breyta

Allir hlutar plöntunnar innihalda eitraða terpena sem virka á miðtaugakerfið. Fyrstu einkenni ofskömmtunar er svimi og truflanir í hreyfigetu, sem verða svo krampi, velgja, og meðvitunarleysi. Lyktin ein og sér getur valdið höfuðverk hjá sumu fólki.[1]

Líkar tegundir breyta

Ekki má rugla þessari tegund við hina skyldu og líku tegund heiðaflóka (Rhododendron groenlandicum), sem finnst aðallega á Labrador og Grænlandi, en einnig víðar í norðurhluta Norður-Ameríku), sem er heppilegri til nytja vegna lægri efnainnihalds.

Nytjar breyta

Jurtalækningar breyta

Mýraflóki er notaður í jurtalækningum til að gera svonefnt Labrador-te. Sumir telja mýraflóka vera heppilegan til að smyrja á stungu- og bitsár, t.d. vegna skordýra. Hinsvegar hafa engar áreiðanlegar rannsóknir verið gerðar á því enn.

Aðrar nytjar breyta

Mýraflóki var notaður í Gruit(en) í bjórgerð á miðöldum. Vegna sterkrar lyktarinnar hefur hann áður verið notaður sem vörn gegn fatamöl, einnig moskítóflugum og skordýrum almennt í Skandinavíu.

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.