Múlagöng

veggöng á Norðurlandi eystra

Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991. Þau leystu af hólmi Múlaveginn, ótryggan veg fyrir Múlann og tengja saman Dalvík og Ólafsfjörð yst á Tröllaskaga. Skömmu fyrir opnun Ólafsfjarðarganga samþykkti Alþingi að ráðast í gerð jarðganga sem myndu tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð. Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hófust árið 2006.

Múlagöng

Rétt suður af göngunum er fossinn Mígandi.

Múlagöng eru þau 4. í röðinni af göngum á Íslandi eftir aðeins göngum um Oddsskarð, strákagöngunum svonefndu og litlu göngunum um Arnardalshamar.

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.