Málsvörn Sókratesar (Platon)

skáldverk forngríska heimspekingsins Platóns
Þessi grein fjallar um
samræður eftir Platon
1. fjórleikur:
Evþýfron
Málsvörn Sókratesar
KrítonFædon
2. fjórleikur:
KratýlosÞeætetos
Fræðarinn
Stjórnvitringurinn
3. fjórleikur:
ParmenídesFílebos
SamdrykkjanFædros
4. fjórleikur:
Alkibíades IAlkibíades II
HipparkosElskendurnir
5. fjórleikur:
ÞeagesKarmídes
LakkesLýsis
6. fjórleikur:
EvþýdemosPrótagóras
GorgíasMenon
7. fjórleikur:
Hippías meiriHippías minni
JónMenexenos
8. fjórleikur:
KleitofonRíkið
TímajosKrítías
9. fjórleikur:
MínosLögin
EpinomisBréf
Verk utan fjórleikja:
(Almennt talin ranglega eignuð Platoni
að eftirmælunum undanskildum)
SkilgreiningarUm réttlætið
Um dygðinaDemodókos
SísýfosHalkýon
EryxíasAxíokkos
Eftirmæli
Þessi grein fjallar um rit Platons. Um rit Xenofons, sjá Málsvörn Sókratesar.

Málsvörn Sókratesar eða Varnarræða Sókratesar er ritverk eftir forngríska heimspekinginn Platon. Málsvörnin er skálduð varnarræða Sókratesar fyrir réttinum árið 399 f.Kr. Hún er stundum talin vera fyrsta rit Platons af þeim sem varðveitt eru en nær allir fræðimenn eru sammála um að hún sé samin snemma á ferli Platons, innan fárra ára eftir réttarhöldin. Verkið kom út á íslensku árið 1973 í þýðingu Sigurðar Nordals í bókinni Síðustu dagar Sókratesar en hafði áður komið út í þýðingu Jón Gíslasonar og hét þá Varnarræða Sókratesar.

Xenofon, sem einnig ritaði Málsvörn Sókratesar, bendir á að fjöldi höfunda hafi skrifað verk Sókratesi til varnar. Málsvörn Sókratesar eftir Platon er almennt álitin besta heimildin um Sókrates en deilt er um hversu mikinn hluta Sókrates á í henni. Bent er á að ritið skeri sig um margt frá öðrum ritum Platons en á móti kemur að ekki hefur hún verið skrifuð upp orðrétt eftir minni, enda þótt textinn sé nánast allur í fyrstu persónu og settur fram eins og um ræðu Sókratesar við réttarhöldin sé að ræða og Sókrates nefnir í tvígang að Platon sé viðstaddur (34a og 38b). Ákærurnar á hendur Sókratesi tengdust miklum breytingum sem urðu á samfélagi Aþeninga sem varð mun herskárra en áður hafði verið, en hann var dæmdur til dauða fyrir að spilla æskulýðnum og trúa ekki á guðina en boða villutrú.

Inngangur

breyta

Sókrates hefur mál sitt á því að lýsa yfir að honum sé ekki kunnugt hvort Aþeningar hafi þegar látið ákærendur sannfæra sig um sekt hans. Þau orð eru mikilvæg og segja fyrir um hvert þema ræðunnar verður, enda er algengt í verkum Platons að í upphafi sé sett fram meginhugmynd verksins. Þessi játning á þekkingarleysi gefur til kynna að heimspekin sem sett er fram í textanum feli í sér að játa fáfræði sína, enda sprettur öll þekking hans af því að vita ekkert: „Ég veit aðeins að ég veit ekki neitt“.

Sókrates biður kviðdóminn að dæma sig ekki eftir mælskusnilld sinni heldur af sannleikanum sem hún leiðir fram. Ræðan sem lesandinn les dugði ekki til að sannfæra dóminn, Sókrates var dæmdur til dauða en hann hefur verið dáður fyrir æðruleysi sitt andspænis dauðanum.

   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.