Málþóf

Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka.

BandaríkinBreyta

Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings beittu málþófi í fyrsta sinn árið 1854 til þess að koma í veg fyrir að Kansas-Nebraska lögin yrðu samþykkt.

ÍslandBreyta

Málþófi hefur oft verið beitt á Alþingi Íslendinga. Þar sem Ísland er þingræðisríki og meirihlutastjórnir tíðkast er málþóf eitt af fáum tækjum stjórnarandstöðunnar til þess að láta í ljós óánægju sína.

Tengt efniBreyta

TengillBreyta

   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.