Apple II var fyrsta örtölvan sem fyrirtækið Apple Inc. fjöldaframleiddi. Apple II var talsvert þróaðri en Apple I sem var aðallega ætluð tölvuáhugamönnum. Apple II var ein af fyrstu vinsælu einkatölvunum og átti þátt í því að gera Apple að gróðavænlegu fyrirtæki. Hún var fyrst kynnt á tölvuráðstefnunni West Coast Computer Faire árið 1977.

Upprunalega Apple II-tölvan frá 1977. Hér með tveimur diskdrifum og skjá.
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.