Blágresi

(Endurbeint frá Litunargras)

Blágresi, litunargras eða storkablágresi (fræðiheiti: Geranium sylvaticum) er algeng blómplanta í Evrópu. Blágresi blómgast upp úr miðjum júní þegar sól er hæst á lofti enda kalla Svíar það „midsommarblomster“ eða miðsumarsblóm. Blágresi er hávaxin jurt og með stórum fimmdeildum fjólubláum blómum. Það er algengt á Íslandi og vex sérstaklega vel í grónum brekkum og hvömmum sem snúa á móti suðri sem og í kjarrlendi og skógarbotnum.

Geranium sylvaticum

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Blágresisbálkur (Geraniales)
Ætt: Blágresisætt (Geraniaceae)
Ættkvísl: Geranium
Tegund:
G. sylvaticum

Tvínefni
Geranium sylvaticum
L.

Blágresi sem lækningajurt

breyta

Lauf blágresis innihalda mikið af tanníni. Tannín er efni sem er barkandi en það herpir saman líkamsvefi og stöðvar blóðrás eða annað vessastreymi. Frumbyggjar Norður-Ameríku notuðu blágresi við særindum í hálsi, sýkingu í tannholdi og munnangri. Evrópumenn notuðu blágresi á svipaðan hátt en einnig við niðurgangi, langvinnum ristilkvillum, iðrakveisu, innri blæðingum, kóleru í börnum, kynsjúkdómum og gyllinæð. Blágresi hefur einnig verið notað til að vinna gegn miklum tíðablæðingum og útferð úr leggöngum. Vegna barkandi eiginleika sinna þá þykir seyði af blágresi vera mjög gott munnskol. Áður fyrr var blágresi eitt besta ráð sem menn höfðu við magasári og bólgum í slímhúð.

Heimildir

breyta