Listi yfir forna rithætti íslenskra orða
Þetta er listi yfir forna rithætti sem sum íslensk orð hafa, sem voru notaðir í fornnorsku.
Dæmi
breytaMannanöfn
breyta- Nafnið Ísarr er forn ritháttur nafnsins Ísar.[1]
- Nafnið Garðarr er forn ritháttur nafnsins Garðar (sjá. grein um Garðar Svavarsson).
- Nafnið Hávarr er forn ritháttur nafnsins Hávar.[2]
- Nafnið Gunnarr er forn ritháttur nafnsins Gunnar (sjá. grein um Garðar Svavarsson).
Fornöfn
breyta- sik er gamall ritháttur afturbeygða fornafnsins „sig“
- ek og eg eru gamlir rithættir persónufornafnsins „ég“
- hon og hón eru gamlir rithættir persónufornafnsins „hún“
- þat er gamall ritháttur persónufornafnsins „það“
- mik er gamall ritháttur persónufornafnsins „mig“
- þik er gamall ritháttur persónufornafnsins „þig“
Nafnorð
breytaEignarfalls -s
breytaStundum voru eignarfalls „-s“ skrifuð sem zeta:
- Haraldz í stað Haralds
„u“ var sleppt úr endingum
breytaEndingar í íslensku voru u-lausar
- maðr í stað maður
- hefr í stað hefur
- góðr í stað góður
- psalmr í stað sálmur[3]
Endingar
breytaMiðmyndarendingin
breytaMiðmyndarendingin sem nú er -st var áður -zt eða -sk.
Sjá einnig miðmyndarenginuna eins og hún var í forníslensku.