Listi yfir Numb3rs-þætti (5. þáttaröð)

Fimmta þáttaröð Numb3rs var frumsýnd 3. september 2008 og sýndir voru 23 þættir.

Aðalleikarar

breyta


Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. #
High Exposure Nicolas Falacci, Cheryl Heuton Alex Zakrzewski 03.10.2008 80 - 501
Don og lið hans leita að morðingjum tveggja klettaklifrara sem finnast með stóran demant. Carlie ákveður að reyna að fá aðgang sinn aftur hjá FBI og nýr meðlimur bætist í hópinn.

Stærðfræði notuð: Percolation threshold og Geometric analysis.

The Decoy Effect Ken Sanzel Ralph Hemecker 10.10.2008 81 - 502
FBI liðið rannsakar andlát konu í tengslum við hraðbanðkarán. Nýja stúlkan Nikki samþykkir að vera tálbeita og aðstoð Charlies leiðir til vandaræða hjá Don.

Stærðfræði notuð: Decoy effect, Hall effect og Scheduling algorithm.

Blowback Robert Port Dennis Smith 17.10.2008 82 - 503
Átta manns, þar á meðal tveir LAPD lögreglumenn eru tekin af lífi á kaffihúsi. LAPD lögreglan biður um aðstoð frá Charlie. Rannsókn McGowans á Charlie og Don dýpkar.

Stærðfræði notuð: Aggregation modeling og Hidden Markov model.

Jack of All Trades Andrew Dettmann Stephen Gyllenhaal 24.10.2008 83 - 504
Don og liðið fá hjálp frá fyrrverandi FBI fulltrúanum Bloom (Henry Winkler) í leit sinni að svikahrappi. Á meðan fá Charlie og Don að vita ákvörðunina um öryggisaðgang Charlies.

Stærðfræði notuð: Belief propagation.

Scan Man Don McGill Craig Ross Jr. 31.10.2008 84 - 505
FBI liðið leitar að þjófahópi sem stelur verðmætum varningi frá flutningsþjónustu.

Stærðfræði notuð: Geographic network, Supply chain analysis og Fractals.

Magic Show Sean Crouch John Behring 07.11.2008 85 - 506
Á meðan David er á stefnumóti á töfrasýningu, þá sér hann að ekki er allt með feldu þegar sjálfur töframaðurinn hverfur.

Stærðfræði notuð: Design Recovery.

Charlie Don't Surf Steve Hawk Emilio Estevez 14.11.2008 86 - 507
Gamall vinur Dons og Charlie deyr í slysi sem þeir trúa ekki og ákveða því að rannsaka betur slysið.

Stærðfræði notuð: Deconvolution, Neural network, Hyperspectral imaging og Site-prediction modeling.

Thirty-Six Hours Julie Hébert Rod Holcomb 21.11.2008 87 - 508
Liðið er sent til þess að rannsaka og hjálpa til við lestarslys, en svo virðist sem lestin innihélt hættuleg efni.

Stærðfræði notuð: Infotaxis og Swarm robotics.

Conspiracy Theory Robert Port Dennis Smith 05.12.2008 88 - 509
Sprengja springur og við rannsókn málsins þá kynnist FBI liðið kvikmyndagerðarmanni með samsæriskenningar.

Stærðfræði notuð: Simpson's paradox.

Frienemies Cheryl Heuton, Nicolas Falacci Steve Boyum 19.12.2008 89 - 510
Charlie og erkifjandi hans Marshall Penfield vinna saman að því að leysa mál í takt við tímann.

Stærðfræði notuð: Pattern of crowd, Western, Three way duel (puzzle).

Arrow of Time Ken Sanzel Ken Sanzel 09.01.2009 90 - 511
Sakfelldur glæpamaður brýst út úr fangelsi með aðeins eitt í huga, hefnd. Don þarf að standast auglits við fortíðina og snýr sér að trúarlegum hugmyndum.

Stærðfræði notuð: Hidden Markov model og Maxwell's Demon.

Jacked Don McGill Stephen Gyllenhaal 16.01.2009 91 - 512
Þegar 18 túristar í rútu er teknir sem gíslar, þá hefur liðið aðeins fjóra tíma til þess að stoppa mannræningjana.

Stærðfræði notuð: Articulate, Inverse-game theory, Poker og Paradox.

Trouble In Chinatown Peter MacNicol Julie Hébert 23.01.2009 92 - 513
Fulltrúi í dulargervi hverfur og rannsókn málsins leiðir FBI liðið djúpt inn í svarta markað Kínahverfisinss. FBI fær hjálp frá miðlinum Simon Kraft (John Glover).

Stærðfræði notuð: Digital Signal Processing og Lévy flight.

Sneakerhead Aaron Rahsaan Thomas Emilio Estevez 06.02.2009 93 - 514
Þegar par af verðmætum strigaskóm er stolið úr hvelfingu erlends sendiherra, þá þarf liðið að rannsaka heim safnara með áráttu fyrir strigaskóm.

Stærðfræði notuð: Pinball.

Guilt Trip Mary Leah Sutton Gwyneth Horder-Payton 13.02.2009 94 - 515
Þegar mikilvægt dómsmál Robins fellur og hættulegur vopnasali verður laus, þá rannsakar liðið hvort kviðdómurunum hafi verið mútað.

Stærðfræði notuð: Probability, Mersenne twister, Scientific jury selection og Social networking potential.

„Cover Me“ Andrew Dettmann Rob Morrow 27.02.2009 95 - 516
Liz fer í dulargervi til þess að taka nýtt ólöglegt eiturlyf af götunni eftir að Charlie telur að það sé næsta eiturlyfið sem verður vinsælt. David er settur sem tengiliður hennar og hefur hann áhyggjur af henni þegar hún fer út fyrir planið og setur traust sitt í hendurnar á öðrum fulltrúa sem er í dulargervi og þar að auki eiturlyfjaneytandi.

Stærðfræði notuð: Supply & Demand Theory.

First Law Sean Crouch Steve Boyum 06.03.2009 96 - 517
FBI liðið rannsakar dauða veruleika vísindamannsins Daniel Robertson. Charlie íhugar starfstilboð sem hann fær.

Stærðfræði notuð: Turing test.

12:01 AM Robert Port Ralph Helmecker 13.03.2009 97 - 518
FBI liðið flýtur sér að leita uppi sönnunargögn sem gætu bjargað mafíuleiðtoga af dauðadeildinni, nýjar upplýsingar koma fram sem gætu hreinsað hann, sem leyfir liðinu aðeins nokkra tíma til þess að athuga þessar nýju upplýsingar.

Stærðfræði notuð: Light Reflection og Voice analysis.

Animal Rites Julie Hébert Ron Garcia 10.04.2009 98 - 519
Rannsókn inn í dauða CalSci prófessors afjúpar tengingu við hóp sem berst fyrir rétti dýra.

Stærðfræði notuð:

The Fifth Man Don McGill Ken Sanzel 24.04.2009 99 - 520
Hlutir fara úrskeiðis þegar Don slasast við rannsókn. Charlie og Alan sjá þá nýja hlið á starfi Dons, þegar hugsunin um að missa fjölskyldumeðlim stendur frammi fyrir þeim.

Stærðfræði notuð:

Disturbed Nicolas Falacci, Cheryl Heuton Dennis Smith 01.05.2009 100 - 521
Charlie einbeitir sér að því að rekja raðmorðingja til þess að komast yfir sektarkennd sína vegna árásarinnar á Don. Fær hann hjálp frá áhugamanni og bókhaldara sem sestur er í helgan stein. Rannsóknin leiðir í ljós að morðinginn er ábyrgur að fjöldan allan af óleystum morðum.

Stræðfræði notuð:

Greatest Hits Andrew Dettmann Stephen Gyllenhaal 08.05.2009 101 - 522
Liðið rannsakar röð bankarána og telja að fyrrverandi FBI fulltrúinn Roger Bloom (Henry Winkler) sé á bakvið þau. Amitu er rænt fyrir framan Charlie í lok þáttarins.

Stærðfræði notuð:

Angel and Devils Ken Sanzel Alex Zakrzewski 15.05.2009 102 - 523
Amitu er rænt að leiðtoga reglu með kvennliðsmenn. Þarf Charlie, Don og allt liðið að notast við alla sína krafta til að finna hana. Í lok þáttarins, þá biður Charlie um hönd Amitu.

Stærðfræði notuð: Angel problem og Burr puzzle.