Judd Hirsch (fæddur 15. mars 1935) er bandarískur leikari, þekktastur fyrir að leika Alex Reiger í grínsjónvarpsþættinum Taxi og sem Alan Eppes í CBS seríunni Numb3rs.

Judd Hirsch
FæddurJudd Seymore Hirsch
15. mars 1935 (1935-03-15) (89 ára)
Ár virkur1971 -
Helstu hlutverk
Alan Epps í Numb3rs
Alex Reiger Taxi

Einkalíf

breyta

Judd Seymore Hirsch fæddist í Bronx í New York. Hirsch var alinn upp í gyðingatrú og faðir hans var innflytjandi frá Rússlandi.[1] Hirsch stundaði nám við De Witt Clinton High School og seinna tók háskólagráðu við City College of New York í eðlisfræði. Hirsch hefur verið giftur tvisvar sinnum og á tvö börn með seinni eiginkonu sinni.

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Fyrsta leikhúshlutverk Hirsch var árið 1967 í Scuba Duba. Hefur hann síðan komið fram í leikritum á borð við Knock Knock, Conversation With My Father, Seagull, Talley's Folley og I'm Not Rappaport,.

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Hirsch var árið 1974 í sjónvarpsmyndinni The Law. Árið 1976 þá var honum boðið hlutverk í Delvecchio, þar sem hann lék rannsóknarfulltrúa til ársins 1977. Síðan árið 1978 þá var honum boðið hlutverk Alex Reiger í Taxi sem hann lék til ársins 1983. Hirsch lék svo aðalhlutverkið í Dear John . Seinna tók hann sama með Bob Newhart í grínþættinum George and Leo. Lék í sjónvarpsþættinum Numb3rs frá 2005-201 sem Alan Eppes, faðir FBI alríkisfulltrúans Don Eppes (Rob Morrow) og Prófessorsins Charlie Eppes (David Krumholtz). Hirsch hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Law & Order: Special Victims Unit, Damages, Warehouse 13 og American Dad.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Hirsch var árið 1971 í Jump. Hirsch var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Ordinary People. Aðrar myndir sem hann hefur leikið í Without a Trace, Teachers og The Goodbye People og Running on Empty leikstýrt af Sidney Lumet. Árið 1996 lék Hirsch föður persónu Jeff Goldblum's í Independence Day og árið 2001 lék hann í A Beautiful Mind.

Árið 1999 endurtók hann hlutverk sitt í Taxi stuttlega í Man on the Moon, mynd sem fjallar um samleikara hans í Taxi, Andy Kaufman (leikinn af Jim Carrey). Fleiri leikarar úr þættinum komu einnig fram í myndinni.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1971 Jump ónefnt hlutverk óskráður á lista
1973 Serpico Lögreglumaður óskráður á lista
1978 King of the Gypsies Groffo
1980 Ordinary People Dr. Tyrone Berger
1983 Without a Trace Al Menetti
1984 The Goodbye People Arthur Korman
1984 Teachers Roger Rubell
1988 Running on Empty Arthur Pope/Paul Manfield
1996 Independence Day Julius Levinson
1999 Out of the Cold Leon Axelrod
2001 A Beautiful Mind Helinger
2004 Zeyda and the Hitman Gideon Schub
2006 Brother´s Shadow Leo Groden
2010 Polish Bar Frændinn Sol
2011 This Must Be the Place Mordecai Midler
2011 Tower Heist Mr. Simon
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1974 The Law Murray Stone Sjónvarpsmynd
1975 The Law Murray Stone Sjónvarps mínisería
1975 Fear on Trial Saul Sjónvarpsmynd
1975 Medical Story Dr. Joe Dempsey Þáttur: Wasteland
1975 The Legend of Valentino Jack Auerbach Sjónvarpsmynd
1976 The Keegans Liðþjálfinn Marco Ciardi Sjónvarpsmynd
1976 Visions Joe Morris Þáttur: Two Brothers
1976-1977 Delvecchio Sgt. Dominick Delvecchio 22 þættir
1977 Rhoda Mike Andretti 2 þættir
1979 Sooner or Later Bob Walters Sjónvarpsmynd
1979 The Halloween That Almost Wasn´t Count Dracula Sjónvarpsmynd
1980 Marriage Is Alive and Well Herb Rollie Sjónvarpsmynd
1980 The Last Resort ónefnt hlutverk Þáttur: Zegelmania
1981 The Robert Klein Show ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1983 Lights: The Miracle of Chanukah ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1978-1983 Taxi Alex Reiger 114 þættir
1985 Detective in the House Press Wyman Sjónvarpssería
1985 First Steps Dr. Jerrold Petrofsky Sjónvarpsmynd
1985 Brotherly Love Ben Ryder/Harry Brand Sjónvarpsmynd
1988 The Great Escape II: The Untold Story Kapteinn David Matthews Sjónvarpsmynd
1990 She Said No Martin Knapek Sjónvarpsmynd
1991 The American Experience Rödd Þáttur: Coney Island
Talaði inn á
1988-1992 Dear John John Lacey
1994 Betrayal of Trust Dr. Jules Masserman Sjónvarpsmynd
1996 Caroline in the City Ben Karinsky Þáttur: Caroline and the Comic
1997 Color of Justice Sam Lind Sjónvarpsmynd
1997-1998 George & Leo Leo Wagonman 22 þættir
1999 Rocky Marciano Al Weill Sjónvarpsmynd
2000 Welcome to New York Dr. Bob Þáttur: Dr. Bob
2001 Family Law Daniel Bonner Þáttur: Security
2003 Law & Order: Special Victims Unit Dr. Judah Platner Þáttur: Mercy
2003 Regular Joe Baxter Binder 5 þættir
2003 Street Time Shimi Goldman Þáttur: High Holly Roller
2003 Law & Order: Criminal Intent Ben Elkins Þáttur: Pravda
2003 Who Killed the Federal Theatre Kynnir Sjónvarpsmynd
2006 Damages William Herndon Sjónvarpsmynd
2006 Tom Goes to the Mayor Fangi Þáttur: Spray a Carpet or Rug
Talaði inn á
2006 Studio 60 on the Sunset Strip Wes Mendell Þáttur: Pilot
2009 American Dad Rabbi 2 þættir
2005-2010 Numb3rs Alan Epps 114 þættir
2010 The Whole Truth Dómarinn Wright Þáttur: Judicial Discretion
2010 Warehouse 13 Izzy Weisfeldt Þáttur: Secret Santa
2011 Damages Bill Herndon 5 þættir

Leikhús

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Beverly Hills Film Festival

  • 2011: Verðlaun sem besti leikari fyrir Polish Bar.

Drama Desk verðlaunin

  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Talley´s Folly.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Talley´s Folly.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Chapter Two.
  • 1976: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir Knock Knock.

Emmy verðlaunin

  • 1983: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1981: Verðlaun sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í grínseríu fyrir Taxi.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í drama-grínseríu fyrir Rhoda.

Golden Globes verðlaunin

  • 1990: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Dear John.
  • 1989: Verðlaun sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Dear John.
  • 1983: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Ordinary People.
  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í grín-söngleikjaseríu fyrir Taxi.

Óskarsverðlaunin

  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Ordinary People.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir A Beautiful Mind.

Tony verðlaunin

  • 1992: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir Conversations With My Father.
  • 1986: Verðlaun sem besti leikari í leikriti fyrir I´m Not Rappaport.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Talley´s Folly.

TV Land verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Taxi.
  • 2003: Tilnefndur sem Working Stiff of the Year fyrir Taxi.

Tilvísanir

breyta
  1. Ari L. Goldman (22. mars 1992). „THEATER; Judd Hirsch Finds the Echoes in 'Conversations'. The New York Times. Sótt 10. apríl 2008.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta