David Krumholtz (fæddur 15. maí 1978) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir að leika Charlie Epps í sjónvarpsþættinum Numb3rs.

David Krumholtz
David Krumholtz
David Krumholtz
Upplýsingar
FæddurDavid Krumholtz
15. maí 1978 (1978-05-15) (45 ára)
Ár virkur1992 -
Helstu hlutverk
Charlie Epps í Numb3rs

Einkalíf breyta

Krumholtz fæddist í Queens í New York og ólst upp í gyðinga „verkamannafjölskyldu“ .[1] Móðir hans flutti frá Ungverjalandi til Bandaríkjanna árið 1956.[2] Krumholtz stundaði nám við New York háskólann.

Krumholtz giftist leikkonunni Vanessa Britting í maí, 2010. Seth Rogen og Jay Baruchel voru svaramenn hans. Meðal gesta í brúðkaupinu voru samleikarar hans úr Numb3rs, Rob Morrow, Judd Hirsch og Peter MacNicol.[3]

Ferill breyta

Leikhús breyta

Krumholtz byrjaði feril sinn þegar hann var þrettán ára þegar hann fylgdi vinum sínum í opið áheyrnarpróf við Broadway-leikritið Conversations with My Father (1992). Þó að hann hélt að hann fengi ekki hlutverkið fékk hann hlutverk hins unga Charlie á móti Judd Hirsch, Tony Shalhoub og Jason Biggs.[4]

Sjónvarp breyta

Árið 1994, þá 16 ára, lék Krumholtz í fyrstu sjónvarpsmynd sinni Monty, með Henry Winkler. Aðeins nokkrir þættir voru sýndir. Krumholtz kom fram í nokkrum sjónvarpsseríum sem lifðu stutt. Meðfram því þá fékk hann tækifæri að leika með Jason Bateman (Chicago Sons), Tom Selleck (The Closer), Jon Cryer (The Trouble with Normal) og Rob Lowe (The Lyon's Den).

Krumholtz hefur komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, Law & Order, Undeclared, Lucky og Freaks and Geeks.

Í Numb3rs þá lék hann Charlie Eppes, stærðfræðisnilling sem hjálpar bróður sínum Don (Rob Morrow), sem er FBI alríkisfulltrúi, með því að nota stærðfræði til þess að leysa hina ýmsu glæpi. Samkvæmt sjónvarps gagnrýnandanum Matt Roush (TV Guide) þá var vinna Krumholtz's við Numb3rs „hugsanlega besta sjónvarpshlutverk hans til dags“.

Kvikmyndir breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Krumholtz var í Life With Mikey (1993) á móti Michael J. Fox og Addams Family Values (1993) á móti Christina Ricci. Þó að hann hafi fengið jákvæða gagnrýni fyrir leik sinni í þessum myndum er David þekktastur hjá börnum fyrir að leika álfinn Bernard í The Santa Clause (1994) og í framhaldsmyndinni The Santa Clause 2: The Mrs Clause en vegna samninga þá gat hann ekki verið í þriðju myndinni.

Krumholts tókst að brjótast út úr barnamyndunum með The Ice Storm frá 1997, leikstýrt af Ang Lee og Slums of Beverly Hills frá 1998, með Alan Arkin og Natasha Lyonne. Árið 1999, þá lék David í unglingamyndinni 10 Things I Hate about You með Joseph Gordon-Levitt, Julia Stiles, og Heath Ledger. Sama ár lék hann allt aðra persónu — Yussel, ungan gyðing með erfiðleika í Liberty Heights.

Hefur Kromholtz komið síðan fram í kvikmyndum á borð við The Mexican, Harold and Kumar Go To White Castle, Bobby og Superbad.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1993 Life with Mikey Barry Corman
1993 Addams Family Values Joel Glicker
1994 The Santa Clause Bernard the Elf
1997 Justice League of America Martin Sjónvarpsmynd
1997 The Ice Storm Francis Davenport
1998 Slums of Beverly Hills Ben Abromowitz
1999 10 Things I Hate About You Michael
1999 Liberty Heights Yussel
2000 How to Kill Your Neighbor´s Dog Brian Sellars
2001 The Mexican Beck
2001 Sidewalks of New York Ben
2001 Two Can Play That Game Jason
2001 According to Spencer Ezra
2002 Big Shot: Confessions of a Campus Bookie Benny Silman Sjónvarpsmynd
2002 You Stupid Man Owen
2002 The Santa Claus 2 Bernard the Arch-Elf
2002 Cheats Evan Rosengarden
2003 Scorched Max
2003 Kill the Poor Joe Peltz
2003 Sick in the Head ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2004 Looking for Kitty Abe Fiannico
2004 Harold & Kumar Go to White Castle Goldstein
2004 Ray Milt Shaw
2005 Guess Who Jerry MacNamara óskráður á lista
2005 My Suicidal Sweetheart Max
2005 Serenity Herra heimur
2006 American Storage Kurt Stuttmynd
2006 The Nail Daniel Stuttmynd
2006 Bobby Agent Phil
2006 Tenacious D in The Pick of Destiny Frat boy 2 Óskráður á lista
2007 Live! Rex
2007 Superbad Benji Austin
2007 Terra Terrian Commander Talaði inn á
2007 Walk Hard: The Dewey Cox Story Schwartzberg
2008 Demption Rannsóknarlögreglan Joseph Schneider Stuttmynd
2008 Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay Goldstein
2009 I Love You, Man Vinur Sydney´s nr. 3 Óskráður á lista
2011 Mr. Popper´s Penguins Kent
2011 Never Before Seen Phone Commercial Eiginmaður
2011 A Very Harold and Kumar 3D Christmas Goldstein
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1993 Law & Order Scotty Fisher Þáttur: Sweeps
? Monty David Richardson Sjónvarpssería
1995 Pig Sty Timmy Þáttur: Tess Makes the Man
1997 Chicago Sons Billy Kulchak 2 þættir
1997 Union Square Russell 2 þættir
1998 The Closer Bruno Verma 10 þættir
2000 Freaks and Geeks Barry Schweiber Þáttur: Nothing and Moshing
2000-2001 The Trouble with Normal Bob Wexler 13 þættir
2000-2002 ER Paul Sobriki 3 þættir
2001-2002 Undeclared Greg 2 þættir
2003 Lucky Tony Þáttur: Savant
2003 The Lyon´s Den Jeff Fineman 6 þættir
2007 Wainy Days Ortez Þáttur: Tough Guy
Stutt sjónvarpssería
2005-2010 Numb3rs Charlie Eppes 119 þættir
2010 Law & Order: Special Victims Unit Dr. Vincent Prochik Þáttur: Wet
2011 Marcy Fulltrúinn Rose Þáttur: Marcy Does an Agent
2011-2012 The Playboy Club Billy Rosen 5 þættir

Leikstjóri breyta

  • Big Breaks Stuttmynd frá 2009

Handritshöfundur breyta

  • Big Breaks Stuttmynd frá 2009

Framleiðandi breyta

  • Big Breaks sem aðstoðarframleiðandi
  • Demption sem aðalframleiðandi

Leikhús breyta

Verðlaun og tilnefningar breyta

California Independent Film Festival

Hollywood kvikmyndahátíðin

  • 2006: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Bobby

Newport Beach kvikmyndahátíðin

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Bobby

Teen Choice verðlaunin

Young Artist verðlaunin

Tilvísanir breyta

  1. „JewishJournal.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. nóvember 2015. Sótt 30. september 2009.
  2. „TV2 Videó“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. október 2018. Sótt 30. september 2009.
  3. Ævisaga David Krumholtz á IMDB síðunni]
  4. David Krumholtz á Internet Broadway Database

Heimildir breyta

Tenglar breyta