Listi yfir CSI:Miami (8. þáttaröð)

Áttunda þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 21. september 2009 og sýndir voru 24 þættir.

Leikaraskipti

breyta

Þrír nýir meðlimir bætast í hópinn: myndlistasérfræðingurinn Walter Simmons af dagvaktinni (Omar Benson Miller), fyrrverandi MDPD og LAPD lögreglumaðurinn Jesse Cardoza (Eddie Cibrian) og réttarlæknirinn Dr. Tom Loman (Christian Clemenson).

Aðalleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Out of Time(2) Tamara Jaron Sam Hill 21.09.2009 1 - 168
CSI liðið leitar að Delko, á sama tíma þá lítur Horatio til ársins 1997 þegar hann stofnaði CSI liðið. Nýr starfsmaður kemur til starfa.
Hotile Takeover Corey Evett og Matt Partney Allison Liddi-Brown 28.09.2009 2 - 169
Byssumaður ræðst á rannsóknarstofuna og heldur fólki í gíslingu. Horatio tekur að sér að vera samningamaðurinn.
Bolt Action Melissa Scrivner Gina Lamar 05.10.2009 3 - 170
Þrír deyja í miðjum strandblaksleik eftir að hafa fengið raflost.
In Plane Sight Robert Hornak Larry Detwiler 12.10.2009 4 - 171
CSI liðið rannsakar morð á ríkum fjárfesta sem hafði svindlað á viðskiptavinum sínum.
Bad Seed Brian Davidson Matt Earl Beesley 19.10.2010 5 - 172
CSI liðið rannsakar andlát ungrar konu og veikinda kærasta hennar eftir að það kemur í ljós að þau höfðu smitast af alvarlegri bakteríu tengd matarræktun.
Dude, Where´s My Groom Brett Mahoney Carey Meyer 02.11.2010 6 - 173
Brúðgumi týndur og CSI liðið reynir að rekja ferðir hans eftir vilt steggjapartý.
Bone Voyage Barry O´Brien Sam Hill 09.11.2009 7 - 174
Raymond Langston (Laurence Fishburne) kemur frá Las Vegas til að aðstoða við morð með tengsl við LV. Byrjunin á CSI trílogíunni.
Point of Impact Krystal Houghton Eric Mirich 16.11.2009 8 - 175
CSI liðið rannsakar bílsslys og reyna að komast að því hver var orsökin.
Kill Clause Jeremy R. Littman Scott Lautanen 23.11.2009 9 - 176
Horatio og liðið rannsaka morð á ræstingarmanni með sérstaka líftryggingu. Á samatíma kemur dularfull kona fram úr fortíð Jesses.
Count Me Out Marc Dube Marco Black 07.12.2009 10 - 177
CSI liðið rannsakar morð á ríkisstarfsmanni, sem endar í eltingarleik um Miami og sprengingu sem setur Ryan og Nataliu í hættu.
Delko for the Defence Tamara Jaron Gina Lamar 14.12.2010 11 - 178
CSI liðið kemst að því að Delko vinnur fyrir lögfræðing þegar heimilislaus maður er sakaðu um nauðgun og morð á ríkri konu.
Show Stopper Corey Evett og Matt Partney Sam Hill 11.01.2010 12 - 179
Þegar amerísk unglingsstjarna verður alelda á miðjum tónleikum, þá þarf CSI liðið að rannsaka hinn dularfulla stjörnuheim í leit sinni að morðingjanum.
Die By the Sword Melissa Scrivner Matt Earl Beesley 18.01.2010 13 - 180
Maður er skorinn í tvennt og finnur CSI liðið tengsl við Japanska mafíu sem er á eftir ættleiddum syni mannsins. Heyrnarleysi Nataliu setur hana í hættu við rannsókn málsins.
In The Wind Brett Mahoney Allison Liddi-Brown 01.02.2010 14 - 181
Horatio og CSI liðið hefur 24 tíma til að komast að því hvort maður á dauðadeild er saklaus eður ei.
Miami, We Have a Problem Brian Davidson Sam Hill 08.02.2010 15 - 182
Lík fellur ofan af himninum og liðið uppgötvar að hann var farþegi um borð í einkageimskutlu.
L.A. Barry O´Brien Rob Zombie 01.03.2010 16 - 183
Horatio og Delko ferðast til L.A. til þess að hreinsa Cardoza af öllum sökum varðandi fölsuð sönnunargögn sem gæti komið niður á núverandi morðmáli í Miami.
Getting Axed Krystal Houghton Cary Meyer 08.03.2010 17 - 184
CSI liðið á erfitt með að finna morðingja á ritara sem var myrt með öxi.
Dishonor Marc Dube Sam Hill 22.03.2010 18 - 185
Kyle, sonur Horatio leitar eftir aðstoð föður síns þegar vinur hans hverfur.
Spring Breakdown Corey Evett og Matt Partney Larry Detwiler 12.04.2010 19 - 186
CSI liðið rannsakar þrjú mismunandi morð tengd vorfríi menntaskólanna í Miami (Spring Break).
Backfire Tamara Jaron og Melissa Scrivner DonTardino 19.04.2010 20 - 187
Andi unglingspilts eltir Calleigh þangað til hún getur fundð út hver drap hann.
Meltdown K. David Bena og Brian Davidson Matt Earl Beesley 03.05.2010 21 - 188
Sönnunargögn úr demantsráni hverfa af rannsóknarstofunni og Eric Delko snýr aftur.
Mommy Deadest Krystal Houghton og Brett Mahoney Gina Lamar 10.05.2010 22 - 189
Þegar fín húsmóðir finnst myrt, uppgötvar CSI liðið dökkt leyndarmál fjölskyldunnar.
Time Bomb Corey Evett og Matt Partney Sam Hill 17.10.2010 23 - 190
Aðstoðarsaksóknari er drepinn í bílsprengju og CSI liðið kemst svo að því hver er morðingji á meðal þeirra.
All Fall Down(1) Barry O´Brien og Marc Dube Joe Chappelle 24.05.2010 24 - 191
Raðmorðingji stríðir CSI liðinu með því að skilja eftir huldnar gátur, og eftir því sem lengra tekur að ráða gáturnar því fleiri lenda í klóm morðingjans.

Heimildir

breyta